Fresta verkefnum upp á 656 milljónir 14. júlí 2006 07:30 Frá Reykjanesbæ. Þremur kostnaðarsömum framkvæmdum verður frestað um átta mánuði til að stemma stigu við þenslu í samfélaginu. Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira