Eþíópíski herinn við landamæri Sómalíu 18. júní 2006 06:45 Eþíópískir hermenn Embættismenn í Eþíópíu hafa staðfest að hermenn þeirra séu við landamæri Sómalíu. MYND/Nordicphotos/afp Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, stjórnarmaður Íslömsku dómstólanna, samtaka íslamista í Sómalíu, segir að Eþíópíski herinn hafi farið yfir landamæri Eþíópíu og inn í Sómalíu klukkan átta í gærmorgun. Háttsettur ráðgjafi forseta Eþíópíu, Bereket Simon, hefur neitað þessu, en staðfesti þó að herinn væri við landamæri þjóðanna. Hann minnti á að Eþíópía hefur fullan rétt til að gæta landamæra sinna, en tjáði sig ekki að öðru leyti. Eþíópíski herinn hefur áður gripið inn í gang mála í Sómalíu í því skyni að hægja á sigurgöngu íslamista og gegndi lykilhlutverki í myndun bráðabirgðastjórnar 2004. Abdullahi Yusuf, núverandi forseti Sómalíu og fyrrverandi stríðsherra, var þá studdur til valda af Eþíópíumönnum og þykir líklegt að aukinn viðbúnaður Eþíópíu vegna Sómalíu sé til þess að verja bráðabirgðastjórnina fyrir íslamistum, en stjórnin hefur aðsetur í Baidoa. Sharif Sheikh Ahmed aftekur að íslamistar hafi í hyggju að ráðast á Baidoa, en bætti við að ef almenningur bæði um inngrip íslamista, myndu þeir svara kallinu. Öll spjót standa nú á íslamistum, en velgengni þeirra kemur illa við Bandaríkja- og Eþíópíumenn og hina valdalausu bráðabirgðastjórn Sómalíu. Hins vegar hefur vænkast hagur nokkurra stríðsherra sem hafa fengið aukin fjárframlög frá Bandaríkjunum vegna velgengni íslamista, en Bandaríkjamenn telja íslamista líklega til að vera hlynntir al-Kaída. Tveir stríðsherranna eru þó sagðir hafa flúið land um helgina og með því dregið mátt úr bandalagi stríðsherranna, en þetta bakslag þeirra gæti skýrt afskipti Eþíópíumanna að einhverju leyti. Íslamistarnir vilja koma á sjaríalögum kóransins, en afneita tengslum við al-Kaída. Þeir segjast eingöngu hafa áhuga á að koma á stöðugleika í landinu, en upplausnarástand hefur verið í Sómalíu síðan 1991. Íslamistarnir þykja vel skipulagðir og hafa lagt undir sig hverja borgina á fætur annarri, oftast við fögnuð almennings. Þeir segja núverandi ríkisstjórn ólögmæta, en því eru Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og nágrannaríki Sómalíu ekki sammála. Erlent Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Sheikh Sharif Sheikh Ahmed, stjórnarmaður Íslömsku dómstólanna, samtaka íslamista í Sómalíu, segir að Eþíópíski herinn hafi farið yfir landamæri Eþíópíu og inn í Sómalíu klukkan átta í gærmorgun. Háttsettur ráðgjafi forseta Eþíópíu, Bereket Simon, hefur neitað þessu, en staðfesti þó að herinn væri við landamæri þjóðanna. Hann minnti á að Eþíópía hefur fullan rétt til að gæta landamæra sinna, en tjáði sig ekki að öðru leyti. Eþíópíski herinn hefur áður gripið inn í gang mála í Sómalíu í því skyni að hægja á sigurgöngu íslamista og gegndi lykilhlutverki í myndun bráðabirgðastjórnar 2004. Abdullahi Yusuf, núverandi forseti Sómalíu og fyrrverandi stríðsherra, var þá studdur til valda af Eþíópíumönnum og þykir líklegt að aukinn viðbúnaður Eþíópíu vegna Sómalíu sé til þess að verja bráðabirgðastjórnina fyrir íslamistum, en stjórnin hefur aðsetur í Baidoa. Sharif Sheikh Ahmed aftekur að íslamistar hafi í hyggju að ráðast á Baidoa, en bætti við að ef almenningur bæði um inngrip íslamista, myndu þeir svara kallinu. Öll spjót standa nú á íslamistum, en velgengni þeirra kemur illa við Bandaríkja- og Eþíópíumenn og hina valdalausu bráðabirgðastjórn Sómalíu. Hins vegar hefur vænkast hagur nokkurra stríðsherra sem hafa fengið aukin fjárframlög frá Bandaríkjunum vegna velgengni íslamista, en Bandaríkjamenn telja íslamista líklega til að vera hlynntir al-Kaída. Tveir stríðsherranna eru þó sagðir hafa flúið land um helgina og með því dregið mátt úr bandalagi stríðsherranna, en þetta bakslag þeirra gæti skýrt afskipti Eþíópíumanna að einhverju leyti. Íslamistarnir vilja koma á sjaríalögum kóransins, en afneita tengslum við al-Kaída. Þeir segjast eingöngu hafa áhuga á að koma á stöðugleika í landinu, en upplausnarástand hefur verið í Sómalíu síðan 1991. Íslamistarnir þykja vel skipulagðir og hafa lagt undir sig hverja borgina á fætur annarri, oftast við fögnuð almennings. Þeir segja núverandi ríkisstjórn ólögmæta, en því eru Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin, Evrópusambandið og nágrannaríki Sómalíu ekki sammála.
Erlent Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira