Hvað er leiðtogaráð ESB? 18. júní 2006 07:15 Wolfgang schussel austurríkiskanslari Á annað þúsund blaðamenn frá 65 ríkjum fylgdust með leiðtogafundi Evrópusambandsins sem lauk í Brussel á föstudag. Fundurinn var tíðindalítill. Leiðtogarnir ákváðu að auka samstarfið og var sérstaklega minnst á að tryggja frið, velsæld og samstöðu, bæta öryggi, efla sjálfbæra þróun og standa vörð um evrópsk gildi. Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Síðustu tvo áratugi eða svo hafa margar mikilvægustu ákvarðanirnar um framþróun, innihald og skipulag Evrópusamvinnunnar átt sér stað í leiðtogaráðinu – þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, komið í lög og framkvæmd af öðrum stofnunum ESB (ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu). Leiðtogaráðið hefur látið æ meira að sér kveða í utanríkismálum og í dóms- og innanríkismálasamstarfi ESB-ríkjanna. Auk hinna reglulegu leiðtogafunda, sem að jafnaði eru haldnir í júní og desember (undir lok hvers formennskumisseris), hittist leiðtogaráðið stundum með skömmum fyrirvara þegar aðkallandi er að fá niðurstöðu í knýjandi deilumálum. Hefð var fyrir því að reglulegu leiðtogafundirnir færu fram í höfuðborg formennskuríkisins hverju sinni, en frá síðustu stækkun sambandsins komst til framkvæmda og aðildarþjóðirnar urðu 25 talsins hefur sú regla verið fest í sessi að fundirnir fari fram í Brussel, þar sem öryggisráðstafanir, túlkaþjónusta og annað sem tilheyrir er allt fyrir hendi. Leiðtogaráðið er ásamt ráðherraráðinu hluti af Ráði Evrópusambandsins (enska: Council of the EU). Ráðherraráðið (enska: Council of Ministers) fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, gætir hagsmuna aðildarríkjanna í ESB-samstarfinu, undirritar samninga við önnur ríki, ríkjasamtök og alþjóðastofnanir, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í flestum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald fyrir hönd ESB. Hvert aðildarríki á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda, en þeir fara með mismikið atkvæðavægi í málum þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta. Heimild: www.esb.is Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrarnir um landbúnaðarmál, fjármálaráðherrarnir um fjármál o.s.frv. Utanríkisráðherra formennskuríkisins telst vera forseti ráðherraráðsins. Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í sambandinu í sex mánuði í senn. Það aðildarríki sem fer með formennsku hverju sinni sér um að stýra fundum leiðtogaráðsins ásamt því að skipuleggja bæði formlega og óformlega fundi ráðsins í heimalandi sínu. Viðkomandi ríki hefur einnig umsjón með hinum opinberu vinnuhópum sem undirbúa fundi ráðherraráðsins. Erlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Í leiðtogaráði Evrópusambandsins (á ensku: European Council) sitja ríkisstjórnaleiðtogar aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið leggur línurnar og er driffjöður í hinu pólitíska samstarfi aðildarríkjanna. Það tekur ákvarðanir í mikilvægustu málunum og þeim málum sem fagráðherrarnir hafa ekki náð samkomulagi um. Síðustu tvo áratugi eða svo hafa margar mikilvægustu ákvarðanirnar um framþróun, innihald og skipulag Evrópusamvinnunnar átt sér stað í leiðtogaráðinu – þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, komið í lög og framkvæmd af öðrum stofnunum ESB (ráðherraráðinu, framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu). Leiðtogaráðið hefur látið æ meira að sér kveða í utanríkismálum og í dóms- og innanríkismálasamstarfi ESB-ríkjanna. Auk hinna reglulegu leiðtogafunda, sem að jafnaði eru haldnir í júní og desember (undir lok hvers formennskumisseris), hittist leiðtogaráðið stundum með skömmum fyrirvara þegar aðkallandi er að fá niðurstöðu í knýjandi deilumálum. Hefð var fyrir því að reglulegu leiðtogafundirnir færu fram í höfuðborg formennskuríkisins hverju sinni, en frá síðustu stækkun sambandsins komst til framkvæmda og aðildarþjóðirnar urðu 25 talsins hefur sú regla verið fest í sessi að fundirnir fari fram í Brussel, þar sem öryggisráðstafanir, túlkaþjónusta og annað sem tilheyrir er allt fyrir hendi. Leiðtogaráðið er ásamt ráðherraráðinu hluti af Ráði Evrópusambandsins (enska: Council of the EU). Ráðherraráðið (enska: Council of Ministers) fer með löggjafarvald í ESB, ásamt Evrópuþinginu, gætir hagsmuna aðildarríkjanna í ESB-samstarfinu, undirritar samninga við önnur ríki, ríkjasamtök og alþjóðastofnanir, samhæfir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í flestum málaflokkum og hefur ákveðið framkvæmdavald fyrir hönd ESB. Hvert aðildarríki á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda, en þeir fara með mismikið atkvæðavægi í málum þar sem ákvarðanir eru teknar með vegnum meirihluta. Heimild: www.esb.is Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig funda landbúnaðarráðherrarnir um landbúnaðarmál, fjármálaráðherrarnir um fjármál o.s.frv. Utanríkisráðherra formennskuríkisins telst vera forseti ráðherraráðsins. Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í sambandinu í sex mánuði í senn. Það aðildarríki sem fer með formennsku hverju sinni sér um að stýra fundum leiðtogaráðsins ásamt því að skipuleggja bæði formlega og óformlega fundi ráðsins í heimalandi sínu. Viðkomandi ríki hefur einnig umsjón með hinum opinberu vinnuhópum sem undirbúa fundi ráðherraráðsins.
Erlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira