Engin þörf er fyrir varnarlið á Íslandi 14. júní 2006 03:30 "Það er engin þörf fyrir herafla á Íslandi," segir Mark Stanhope aðmíráll, sem er næstæðsti yfirmaður herafla NATO í Bandaríkjunum. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að geyma herflugvélar á Íslandi þar sem þær koma að engum notum. Miklu nær sé að hafa þær til taks þar sem þörf er á þeim og taka þá ákvarðanir um það hverju sinni út frá þörf Atlantshafsbandalagsins í heild. Hann sagðist ekki vita til þess að Íslandi stafaði nein sérstök hætta af hryðjuverkum, hvað þá af innrás frá öðrum ríkjum. En ef séð yrði fram á þörf á miklum hernaðaraðgerðum á Íslandi af einhverjum ástæðum þá yrðu viðbragðssveitir NATO komnar til landsins innan fárra daga. Ef þörf væri á enn sneggri viðbrögðum þá væru herþotur nútímans býsna snöggar að komast til Íslands. "Ef svo færi að aðstæður breyttust þá erum við sveigjanleg. Við getum sent flugvélar aftur til Íslands," sagði Stanhope á fundi með íslenskum blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Bandaríkjunum. "Þetta er eitt af því sem við erum að tala um," sagði Geir Haarde, verðandi forsætisráðherra, í gær þegar þessi ummæli Stanhopes voru borin undir hann. "Það er nokkuð ljóst að yfirstjórn Bandaríkjahers telur að forsendur séu mjög breyttar og við getum tekið undir það að mörgu leyti." Hann segir framhald varnarviðræðnanna í undirbúningi bæði hér og í Bandaríkjunum og ýmsa möguleika í stöðunni. Geir var spurður hvort borist hefðu einhver skilaboð frá Bandaríkjunum um framhald viðræðnanna, hvort bandarísk stjórnvöld telji yfirhöfuð um eitthvað að ræða af þeirra hálfu. "Já, já, við höfum fengið slík skilaboð. Við höfum fengið skilaboð um hvernig eigi að klára málið." Erlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
"Það er engin þörf fyrir herafla á Íslandi," segir Mark Stanhope aðmíráll, sem er næstæðsti yfirmaður herafla NATO í Bandaríkjunum. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að geyma herflugvélar á Íslandi þar sem þær koma að engum notum. Miklu nær sé að hafa þær til taks þar sem þörf er á þeim og taka þá ákvarðanir um það hverju sinni út frá þörf Atlantshafsbandalagsins í heild. Hann sagðist ekki vita til þess að Íslandi stafaði nein sérstök hætta af hryðjuverkum, hvað þá af innrás frá öðrum ríkjum. En ef séð yrði fram á þörf á miklum hernaðaraðgerðum á Íslandi af einhverjum ástæðum þá yrðu viðbragðssveitir NATO komnar til landsins innan fárra daga. Ef þörf væri á enn sneggri viðbrögðum þá væru herþotur nútímans býsna snöggar að komast til Íslands. "Ef svo færi að aðstæður breyttust þá erum við sveigjanleg. Við getum sent flugvélar aftur til Íslands," sagði Stanhope á fundi með íslenskum blaðamönnum í höfuðstöðvum NATO í Norfolk í Bandaríkjunum. "Þetta er eitt af því sem við erum að tala um," sagði Geir Haarde, verðandi forsætisráðherra, í gær þegar þessi ummæli Stanhopes voru borin undir hann. "Það er nokkuð ljóst að yfirstjórn Bandaríkjahers telur að forsendur séu mjög breyttar og við getum tekið undir það að mörgu leyti." Hann segir framhald varnarviðræðnanna í undirbúningi bæði hér og í Bandaríkjunum og ýmsa möguleika í stöðunni. Geir var spurður hvort borist hefðu einhver skilaboð frá Bandaríkjunum um framhald viðræðnanna, hvort bandarísk stjórnvöld telji yfirhöfuð um eitthvað að ræða af þeirra hálfu. "Já, já, við höfum fengið slík skilaboð. Við höfum fengið skilaboð um hvernig eigi að klára málið."
Erlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira