Guðmundur við hlið Alfreðs í Svíþjóð 3. júní 2006 07:00 Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari. Íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Íþróttir Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni Sjá meira