Útflutningur tekur við af skuldasöfnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. apríl 2006 06:00 Þorsteinn Þorgeirsson Þorsteinn er skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hann kynnti í gær fjölmiðlum þjóðhagsspá ráðuneytisins fram til ársins 2010. Markaðurinn/GVA Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri. Viðskipti Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Sjá meira
Spáð er stuttu verðbólguskoti og hraðri aðlögun hagkerfisins í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2006 til 2010. Hagvöxtur í fyrra var heldur meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir, 5,5 prósent í stað 5,2 prósenta, vegna ört vaxandi þjóðarútgjalda. "Ójafnvægið er tímabundið, breytingarnar eru að ganga yfir og hagkerfið er byrjað að leita jafnvægis. Gengisbreytingin er hluti af því," segir Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. "Hér voru stóriðjufjárfestingar vel fyrirséðar, en síðan komu ófyrirséðar breytingar á fjármálamarkaði sem höfðu tímabundin áhrif til að stórauka einkaneyslu og innflutning," segir Þorsteinn og vísar til samkeppni á íbúðamarkaði og krónubréfaútgáfu. "En þrátt fyrir tímabundna ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamarkaði eru áherslur í spánni að mestu óbreyttar. Í ár gerum við ráð fyrir 4,8 prósenta hagvexti, en samsetning hans er að breytast. Við förum úr þjóðarútgjalda- og skuldadrifnum hagvexti í útflutningsleiddan hagvöxt." Á næsta ári er gert ráð fyrir að innflutningur dragist saman um helming, um leið og álútflutningur aukist. Þorsteinn bendir á að staða ríkissjóðs sé sterk í alþjóðlegum samanburði og eignir landsmanna, þar á meðal óvenjustórir lífeyrissjóðir, nemi þreföldum skuldum þeirra. Hann segir hægari hagvexti spáð á komandi árum, með aðeins meira atvinnuleysi og minni verðbólgu og því séu líkur minni á harðri lendingu. "Við telum að sú umræða hafi verið svolítið yfirdrifin," segir hann Á næsta ári verður 11,9 milljarða halli á ríkissjóði samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins, saman borið við áætlaðan hagnað upp á 26,2 milljarða í ár og 37,8 milljarða árið 2005. Þorsteinn segir að þarna vegi trúlega þyngst tekjur sem ríkið verður af vegna fyrirhugaðrar tveggja prósenta tekjuskattslækkunar. Þá komi einnig til á árinu 2007 aukin útgjöld vegna framkvæmda sem áður hafi verið frestað, svo sem við gerð Héðinsfjarðarganga. Þorsteinn áréttar að í spá ráðuneytisins sé ekki gert ráð fyrir öðrum framkvæmdum en þeim sem hafi verið ákveðnar eða séu þegar farnar í gang, en ekki þær sem rætt sé um jafnvel þótt kannski séu 90 prósenta líkur á að einhverjar af þeim fari í gang. Hann bendir hins vegar á að í spánni sé farið yfir það hvað gerist verði af stóriðjuframkvæmdum sem rætt er um. "Þar er verið að tala um ríflega 800 þúsund tonna framleiðslugetu í þremur framkvæmdum sem komið gætu til á næstu átta til tíu árum. Þar er lykillinn svolítið tímasetning framkvæmdanna," segir hann, en bætir um leið við að komi aðgerðirnar jafnt inn verði áhrifin innan við eitt prósent af landsframleiðslu á ári. Áhrif af framkvæmdum í ár og í fyrra segir hann helmingi meiri.
Viðskipti Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Fleiri fréttir Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Sjá meira