Össur innkallar þrjú þúsund gervihné 5. apríl 2006 00:01 Jón Sigurðsson sem er forstjóri Össurar, segir fyrirtækið leggja höfuðáherslu á öryggismál og velferð sjúklinga sem nota gervilimi fyrirtækisins. Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur innkallað fjórar tegundir af Total Knee-gervihné fyrirtækisins vegna galla sem í þeim er að finna. "Þetta er framleiðslugalli í pinna sem keyptur er af utanaðkomandi aðila," segir Sigurborg Arnarsdóttir, upplýsingafulltrúi og tengiliður fjárfesta hjá Össuri, en alls þarf að innkalla um 3.000 gervihné sem farið hafa í dreifingu um heim allan. Pinninn sem um ræðir er í einum af sjö liðum hnésins, en í reglubundnu eftirliti varð vart við sprungur í honum. "Við erum ánægð með hversu hratt hefur tekist að vinna þetta og fljótt og vel gengið að ná til allra hlutaðeigandi," segir Sigurborg, en fyrirtækið hefur ekki áður lent í jafnviðamikilli innköllun. "Svo hafa ekki heldur komið upp nein slys eða annað slíkt vegna gallans þannig að við höfum náð að fyrirbyggja það." Á vef Össurar, www.ossur.com, er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra fyrirtækisins, að þar á bæ séu öryggismál tekin mjög alvarlega. "Við fórum af stað með innköllunina jafnskjótt og við urðum vör við gölluðu pinnana. Enda er velferð sjúklinganna okkur efst í huga. Við grípum svo að auki til aðgerða sem tryggja eiga gæði og öryggi hnjánna sem koma í staðinn." Total Knee-gervihnén eru af tegund 1100, 1900, 2000 og 2100, en á vef Össurar er að finna yfirlit yfir raðnúmer hnjánna sem um ræðir, en hné sem afgreidd voru fyrir 7. júní í fyrra eru ekki plöguð af gallanum. Fjallað er um Össur í nýrri fyrirtækjagreiningu greiningardeildar Landsbankans og segist deildin telja að mjög spennandi tímar séu framundan hjá fyrirtækinu. "Félagið hefur stækkað mikið á síðastliðnu ári og er áætlað að velta ársins í ár verði tæplega tvöföld velta "gamla" Össurar 2005," segir bankinn og bendir á að frá því að verðmat hans á Össuri kom út fyrir helgi hafi úrvalsvísitalan lækkað meðan hlutabréfaverð Össurar hafi nánast staðið í stað. Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur innkallað fjórar tegundir af Total Knee-gervihné fyrirtækisins vegna galla sem í þeim er að finna. "Þetta er framleiðslugalli í pinna sem keyptur er af utanaðkomandi aðila," segir Sigurborg Arnarsdóttir, upplýsingafulltrúi og tengiliður fjárfesta hjá Össuri, en alls þarf að innkalla um 3.000 gervihné sem farið hafa í dreifingu um heim allan. Pinninn sem um ræðir er í einum af sjö liðum hnésins, en í reglubundnu eftirliti varð vart við sprungur í honum. "Við erum ánægð með hversu hratt hefur tekist að vinna þetta og fljótt og vel gengið að ná til allra hlutaðeigandi," segir Sigurborg, en fyrirtækið hefur ekki áður lent í jafnviðamikilli innköllun. "Svo hafa ekki heldur komið upp nein slys eða annað slíkt vegna gallans þannig að við höfum náð að fyrirbyggja það." Á vef Össurar, www.ossur.com, er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra fyrirtækisins, að þar á bæ séu öryggismál tekin mjög alvarlega. "Við fórum af stað með innköllunina jafnskjótt og við urðum vör við gölluðu pinnana. Enda er velferð sjúklinganna okkur efst í huga. Við grípum svo að auki til aðgerða sem tryggja eiga gæði og öryggi hnjánna sem koma í staðinn." Total Knee-gervihnén eru af tegund 1100, 1900, 2000 og 2100, en á vef Össurar er að finna yfirlit yfir raðnúmer hnjánna sem um ræðir, en hné sem afgreidd voru fyrir 7. júní í fyrra eru ekki plöguð af gallanum. Fjallað er um Össur í nýrri fyrirtækjagreiningu greiningardeildar Landsbankans og segist deildin telja að mjög spennandi tímar séu framundan hjá fyrirtækinu. "Félagið hefur stækkað mikið á síðastliðnu ári og er áætlað að velta ársins í ár verði tæplega tvöföld velta "gamla" Össurar 2005," segir bankinn og bendir á að frá því að verðmat hans á Össuri kom út fyrir helgi hafi úrvalsvísitalan lækkað meðan hlutabréfaverð Össurar hafi nánast staðið í stað.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira