Ákæruvaldið ekki tilraunstofa 12. október 2005 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu. Verkefni saksóknara sé að koma málinu fyrir dóm og síðan verði dómstólar að dæma um ákæruatriðin efnislega. Þetta er sagt þó að allir sakborningar hafi lýst yfir sakleysi sínu, útgefnum ákærum hafi verið vísað frá dómi og fórnarlambið sjálft kannist ekki við að á því hafi verið brotið! Í þessu efni ættu menn að hafa í huga eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það ekki áhuga- eða hagsmunamál sakborninga, að ákært verði á ný og málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Grundvallarreglan er sú, að maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Undarlegt er að heyra því haldið fram af talsmanni ákæruvaldsins, að hagsmunir fólks, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, séu þeir að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómara! Með því er verið að snúa grundvallarreglunni á haus. Hafi ákæruvaldinu ekki tekist að setja saman trúverðuga ákæru í málinu eftir þriggja ára rannsókn felast hagsmunir sakborninga öðru fremur í því að máli linni. Þrákelkni og þráhyggja starfsmanna ákæruvaldsins má ekki villa öðrum mönnum sýn í þessu efni. Í öðru lagi ber ákæruvaldinu aðeins að skjóta málum til dómstóla séu líkindi á sakfellingu talin meiri en á sýknu. Ákæruvaldið er ekki tilraunastofa þar sem menn „prufa“ sig áfram eins og saksóknari Ríkislögreglustjóra hefur orðað það. Öðru nær. Aðeins á að gefa út ákæru í málum þar sem skýrt liggur fyrir, að refsivert brot hafi verið framið. Hlutverk ákæruvaldsins er m.ö.o. fólgið í því að taka efnislega afstöðu og skjóta aðeins þeim málum fyrir dómstóla, sem eiga þangað erindi. Í þriðja lagi er einfaldlega ekki rétt, að dómur Hæstaréttar feli ekki í sér efnislega niðurstöðu í málinu. Afstaða Hæstaréttar er einmitt mjög skýr og hún tekur til efnislegra þátta, ekki aðeins formsatriða. Fullyrt skal, að ógjörningur verði fyrir ákæruvaldið að setja fram nýja ákæru varðandi mörg ef ekki öll þau atriði, sem vísað hefur verið frá dómstólum. Ástæðan er sú, að Hæstiréttur er ekki aðeins að finna að handvömm og óvandvirkni í framsetningu ákærunnar, heldur er fundið að sjálfum grundvelli málsins. Ekki hefur tekist að sýna fram á það í ákærunni, að refsivert brot hafi verið framið og þar liggur vandi ákæruvaldsins. Þá er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið hjá talsmönnum ákæruvaldsins í málinu, að verið sé að herða kröfur um frágang ákæruskjala. Kröfur íslenskra dómstóla séu meiri og strangari en í öðrum löndum. Ákæruskjalið í Baugsmálinu uppfylli kröfur, sem dómstólar hefðu áður talið fullnægjandi. Þetta sé því aðeins formleg niðurstaða um framsetningu og orðalag. Hér horfa menn framhjá þeirri augljósu staðreynd, að í niðurstöðu Hæstaréttar felast alvarlegustu athugasemdirnar í því, að verknaðarlýsing sé í engu samræmi við ætlað brot. Varla hefur það verið látið viðgangast til þessa af dómstólum landsins. Ef verknaðarlýsing fellur ekki að skilyrðum refsiákvæðis þýðir það einfaldlega, að refsivert brot hefur ekki verið framið. Í ljósi alls framangreinds liggur eftirfarandi fyrir: Mál ákæruvaldsins gegn sex sakborningum í Baugsmálinu er enn fyrir dómstólum. Á næstunni ber að flytja málið um þau 8 ákæruatriði, sem eftir standa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldinu ber að virða þá niðurstöðu dómstóla, að 32 ákæruliðir voru og eru ekki dómtækir. Hyggist menn reyna að fara á svig við reglur um framhaldsákærur og freista þess að ákæra á ný í einhverjum þeirra ákæruliða, sem vísað hefur verið frá, felur það í sér tilræði við mannréttindi sakborninga og þá efnislegu niðurstöðu, sem Hæstiréttur hefur birt í dómi sínum. > Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir ákæruvaldið harðlega og segir dóm Hæstaréttar fela í sér efnislega niðurstöðu. Yfirlýsingin birtist hér í heild sinni: Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu „Baugsmáli“ sl. mánudag hafa talsmenn ákæruvaldsins sagt, að nauðsynlegt sé fyrir sakborninga að „efnisleg“ niðurstaða fáist í málinu. Verkefni saksóknara sé að koma málinu fyrir dóm og síðan verði dómstólar að dæma um ákæruatriðin efnislega. Þetta er sagt þó að allir sakborningar hafi lýst yfir sakleysi sínu, útgefnum ákærum hafi verið vísað frá dómi og fórnarlambið sjálft kannist ekki við að á því hafi verið brotið! Í þessu efni ættu menn að hafa í huga eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það ekki áhuga- eða hagsmunamál sakborninga, að ákært verði á ný og málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Grundvallarreglan er sú, að maður er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi. Undarlegt er að heyra því haldið fram af talsmanni ákæruvaldsins, að hagsmunir fólks, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, séu þeir að geta sannað sakleysi sitt fyrir dómara! Með því er verið að snúa grundvallarreglunni á haus. Hafi ákæruvaldinu ekki tekist að setja saman trúverðuga ákæru í málinu eftir þriggja ára rannsókn felast hagsmunir sakborninga öðru fremur í því að máli linni. Þrákelkni og þráhyggja starfsmanna ákæruvaldsins má ekki villa öðrum mönnum sýn í þessu efni. Í öðru lagi ber ákæruvaldinu aðeins að skjóta málum til dómstóla séu líkindi á sakfellingu talin meiri en á sýknu. Ákæruvaldið er ekki tilraunastofa þar sem menn „prufa“ sig áfram eins og saksóknari Ríkislögreglustjóra hefur orðað það. Öðru nær. Aðeins á að gefa út ákæru í málum þar sem skýrt liggur fyrir, að refsivert brot hafi verið framið. Hlutverk ákæruvaldsins er m.ö.o. fólgið í því að taka efnislega afstöðu og skjóta aðeins þeim málum fyrir dómstóla, sem eiga þangað erindi. Í þriðja lagi er einfaldlega ekki rétt, að dómur Hæstaréttar feli ekki í sér efnislega niðurstöðu í málinu. Afstaða Hæstaréttar er einmitt mjög skýr og hún tekur til efnislegra þátta, ekki aðeins formsatriða. Fullyrt skal, að ógjörningur verði fyrir ákæruvaldið að setja fram nýja ákæru varðandi mörg ef ekki öll þau atriði, sem vísað hefur verið frá dómstólum. Ástæðan er sú, að Hæstiréttur er ekki aðeins að finna að handvömm og óvandvirkni í framsetningu ákærunnar, heldur er fundið að sjálfum grundvelli málsins. Ekki hefur tekist að sýna fram á það í ákærunni, að refsivert brot hafi verið framið og þar liggur vandi ákæruvaldsins. Þá er heldur ekki rétt, sem fram hefur komið hjá talsmönnum ákæruvaldsins í málinu, að verið sé að herða kröfur um frágang ákæruskjala. Kröfur íslenskra dómstóla séu meiri og strangari en í öðrum löndum. Ákæruskjalið í Baugsmálinu uppfylli kröfur, sem dómstólar hefðu áður talið fullnægjandi. Þetta sé því aðeins formleg niðurstaða um framsetningu og orðalag. Hér horfa menn framhjá þeirri augljósu staðreynd, að í niðurstöðu Hæstaréttar felast alvarlegustu athugasemdirnar í því, að verknaðarlýsing sé í engu samræmi við ætlað brot. Varla hefur það verið látið viðgangast til þessa af dómstólum landsins. Ef verknaðarlýsing fellur ekki að skilyrðum refsiákvæðis þýðir það einfaldlega, að refsivert brot hefur ekki verið framið. Í ljósi alls framangreinds liggur eftirfarandi fyrir: Mál ákæruvaldsins gegn sex sakborningum í Baugsmálinu er enn fyrir dómstólum. Á næstunni ber að flytja málið um þau 8 ákæruatriði, sem eftir standa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldinu ber að virða þá niðurstöðu dómstóla, að 32 ákæruliðir voru og eru ekki dómtækir. Hyggist menn reyna að fara á svig við reglur um framhaldsákærur og freista þess að ákæra á ný í einhverjum þeirra ákæruliða, sem vísað hefur verið frá, felur það í sér tilræði við mannréttindi sakborninga og þá efnislegu niðurstöðu, sem Hæstiréttur hefur birt í dómi sínum. >
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?