Vaxtahækkunin er ekki of lág 5. desember 2005 12:30 Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, varði síðustu vaxtahækkun á fundi viðskiptaráðs í morgun. 25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Greiningardeildir Íslandsbanka og KB-banka gagnrýndu tuttugu og fimm punkta vaxtahækkun fyrir helgi og töldu of lítið gert. Greiningardeild Íslandsbanka taldi trúverðugleika Seðlabanka í hættu og Greiningardeild KB-banka sagði bankastjórn taka óþarfa áhættu með því að hækka vextina ekki meira. Davíð Oddsson, forseti bankastjórnar Seðlabankans, svaraði þessari gagnrýni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að menn yrðu að horfa á 25 punkta vaxtahækkun bankans í samræmi við 75 punkta hækkun hans síðast. 25 punkta hækkun eftir 25 punkta hækkun væri lítið en 25 punkta hækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun væri ekki lítið. Davíð sagðist að þó gæta þyrfti aðhalds væru horfur í íslensku efnahagslífi góðar. Dregið hefði úr hækkun íbúðaverðs, olíuverð væri stöðugt og launaskrið væri ekki meira en svo að menn hefðu tök á því. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka stendur við gagnrýni sína á vaxtahækkunina. Hann telur að Seðlabanki hefði þurft að hækka vexti meir og að trúverðugleiki hans sé í hættu. Ingólfur telur afleiðingar lítillar vaxtahækkunar geta orðið þær að verðbólga lækki ekki eins og vonast sé til og að vextir kunni jafnvel að lækka í stað þess að hækka. Forstöðumenn Greiningardeildanna eru ekki á eitt sáttir um þetta. Ekka Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka, segir vaxtaákvörðun Seðlabankans skynsamlega og trúverðuga og gott innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni. Fréttir Innlent Stj.mál Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
25 punkta vaxtahækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun er ekki lítil hækkun sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri þegar hann svaraði gagnrýni greiningardeilda á vaxtahækkun bankans fyrir helgi. Forstöðumenn greiningardeildanna greinir á um hvort vaxtahækkunin hafi verið nægjanleg. Greiningardeildir Íslandsbanka og KB-banka gagnrýndu tuttugu og fimm punkta vaxtahækkun fyrir helgi og töldu of lítið gert. Greiningardeild Íslandsbanka taldi trúverðugleika Seðlabanka í hættu og Greiningardeild KB-banka sagði bankastjórn taka óþarfa áhættu með því að hækka vextina ekki meira. Davíð Oddsson, forseti bankastjórnar Seðlabankans, svaraði þessari gagnrýni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann sagði að menn yrðu að horfa á 25 punkta vaxtahækkun bankans í samræmi við 75 punkta hækkun hans síðast. 25 punkta hækkun eftir 25 punkta hækkun væri lítið en 25 punkta hækkun í framhaldi af 75 punkta hækkun væri ekki lítið. Davíð sagðist að þó gæta þyrfti aðhalds væru horfur í íslensku efnahagslífi góðar. Dregið hefði úr hækkun íbúðaverðs, olíuverð væri stöðugt og launaskrið væri ekki meira en svo að menn hefðu tök á því. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningardeildar Íslandsbanka stendur við gagnrýni sína á vaxtahækkunina. Hann telur að Seðlabanki hefði þurft að hækka vexti meir og að trúverðugleiki hans sé í hættu. Ingólfur telur afleiðingar lítillar vaxtahækkunar geta orðið þær að verðbólga lækki ekki eins og vonast sé til og að vextir kunni jafnvel að lækka í stað þess að hækka. Forstöðumenn Greiningardeildanna eru ekki á eitt sáttir um þetta. Ekka Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka, segir vaxtaákvörðun Seðlabankans skynsamlega og trúverðuga og gott innlegg í baráttuna gegn verðbólgunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira