Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld 18. nóvember 2005 13:00 Sigurður Ingimundarson segir sína menn ekki láta leikjaálagið á sig fá og hlakkar til að mæta Njarðvík í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. "Það er svosem eðlilegt að fólk hafi verið búið að afskrifa okkur fyrir leikinn gegn Riga í gær, því við höfðum ekki náð okkur á strik í keppninni fram að því, en það sýndi sig í gærkvöldi að það má aldrei vanmeta Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson í léttu spjalli við Vísir.is nú áðan. "Við vorum búnir að vera að spila eins og búðingar fram að þessum leik í gær, en þá náðu menn loksins að taka sig saman í andlitinu og þá var þetta engin spurning," sagði Sigurður, en liðið mætir Madeira frá Portúgal heima og úti í 16-liða úrslitum keppninnar í desember. "Ég mundi áætla að þetta Madeira lið sé svona í svipuðum styrkleikaflokki og finnska liðið Lappenranta sem við mættum í riðlinum um daginn og því er ljóst að þeir verða fyrirfram áætlaðir sterkari en við," sagði Sigurður. Í kvöld mæta Keflvíkingar svo grönnum sínum í Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins, en þar má eiga von á hörkurimmu eins og venjulega. En er Sigurður ekki hræddur um að hans menn verði dálítið þreyttir í leiknum í kvöld? "Nei, nei, við værum ekki að fara í þessa keppni ef við héldum að við réðum ekki við það og ég veit að strákarnir geta ekki beðið eftir að mæta Njarðvík. Þetta er bara líf og fjör," sagði Sigurður, en ef Keflvíkingar vinna granna sína í kvöld, bíður þeirra þriðji leikurinn á þremur dögum í úrslitum keppninnar á morgun. Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign Fjölnis og KR klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni, en klukkan 20:30 mætast svo Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn er svo í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16:10. Fréttir Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. "Það er svosem eðlilegt að fólk hafi verið búið að afskrifa okkur fyrir leikinn gegn Riga í gær, því við höfðum ekki náð okkur á strik í keppninni fram að því, en það sýndi sig í gærkvöldi að það má aldrei vanmeta Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson í léttu spjalli við Vísir.is nú áðan. "Við vorum búnir að vera að spila eins og búðingar fram að þessum leik í gær, en þá náðu menn loksins að taka sig saman í andlitinu og þá var þetta engin spurning," sagði Sigurður, en liðið mætir Madeira frá Portúgal heima og úti í 16-liða úrslitum keppninnar í desember. "Ég mundi áætla að þetta Madeira lið sé svona í svipuðum styrkleikaflokki og finnska liðið Lappenranta sem við mættum í riðlinum um daginn og því er ljóst að þeir verða fyrirfram áætlaðir sterkari en við," sagði Sigurður. Í kvöld mæta Keflvíkingar svo grönnum sínum í Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins, en þar má eiga von á hörkurimmu eins og venjulega. En er Sigurður ekki hræddur um að hans menn verði dálítið þreyttir í leiknum í kvöld? "Nei, nei, við værum ekki að fara í þessa keppni ef við héldum að við réðum ekki við það og ég veit að strákarnir geta ekki beðið eftir að mæta Njarðvík. Þetta er bara líf og fjör," sagði Sigurður, en ef Keflvíkingar vinna granna sína í kvöld, bíður þeirra þriðji leikurinn á þremur dögum í úrslitum keppninnar á morgun. Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign Fjölnis og KR klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni, en klukkan 20:30 mætast svo Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn er svo í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16:10.
Fréttir Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira