Hrærður og þakklátur 16. október 2005 00:01 Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Geir hlaut tæp 95% allra greiddra atkvæða. Í ræðu sem henn hélt eftir að niðurstaðan lá fyrir sagðist hann mjög þakklátur og hrærður fyrir það traust sem honum væri sýnt og kvaðst munu leggja sig allan fram við að rísa undir traustinu. „Ég hef verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og veit vel hvað því fylgir gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður hans,“ sagði Geir. Hann fór fögrum orðum um fráfarandi formann og sagði vináttu og samstarf þeirra hafa varað í þrjátíu og fimm ára og það væri ríkulegasta veganesti sitt í þessu starfi. Davíð Oddsson sagðist hrærður og þakklátur yfir hinu glæsilega veganesti sem eftirmaður hans fengi og kvaddi á táknrænan hátt. Hann sagði að vegna þessa gæti hann í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði, og gekk skömmu síðar af sviði Laugardalshallarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sigraði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í kosningu um varaformannsembættið. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en Kristján Þór hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Þorgerður sagði í ræðu sinni að hún myndi leggja sig alla fram við að efla og styrkja innra sem ytra starf flokksins en til þess þyrfti hún stuðning allra flokksmanna. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Geir hlaut tæp 95% allra greiddra atkvæða. Í ræðu sem henn hélt eftir að niðurstaðan lá fyrir sagðist hann mjög þakklátur og hrærður fyrir það traust sem honum væri sýnt og kvaðst munu leggja sig allan fram við að rísa undir traustinu. „Ég hef verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og veit vel hvað því fylgir gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður hans,“ sagði Geir. Hann fór fögrum orðum um fráfarandi formann og sagði vináttu og samstarf þeirra hafa varað í þrjátíu og fimm ára og það væri ríkulegasta veganesti sitt í þessu starfi. Davíð Oddsson sagðist hrærður og þakklátur yfir hinu glæsilega veganesti sem eftirmaður hans fengi og kvaddi á táknrænan hátt. Hann sagði að vegna þessa gæti hann í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði, og gekk skömmu síðar af sviði Laugardalshallarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sigraði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í kosningu um varaformannsembættið. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en Kristján Þór hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Þorgerður sagði í ræðu sinni að hún myndi leggja sig alla fram við að efla og styrkja innra sem ytra starf flokksins en til þess þyrfti hún stuðning allra flokksmanna.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira