Hótar sameiningu með lögum? 4. október 2005 00:01 Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu. Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu. Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu. Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu. Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira