Morgunblaðið birti einkapósta 29. september 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, og Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, hafa báðir orðið fyrir því að einkapóstar sem þeir sendu hafi birst á síðum Morgunblaðsins án þeirra leyfis. Sunnudaginn 10. maí 1998 birtist tölvupóstur sem Gunnlaugur sendi þingmönnum á innra neti þingsins orðrétt í Morgunblaðinu. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um að til stæði að birta póstinn því ekki hafi verið haft samband við hann áður en pósturinn vart birtur í Morgunblaðinu. "Ég var mjög ósáttur við þessa birtingu á sínum tíma," segir Gunnlaugur. Þá birti Morgunblaðið 15. nóvember 2002 bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa og lánamála félagsins. Össur skrifar á heimasíðu sinni að Styrmir hneykslist manna mest á birtingu Fréttablaðsins á einkatölvupóstum. Styrmir hafi líklega gleymt að hann hafi sjálfur birt einkapóst úr tölvu, vitandi að það væri bæði í óþökk sendanda og viðtakenda. "Fréttablaðið rennur því í einskis manns slóð í því efni nema hans sjálfs," segir Össur. Þegar Össur var beðinn um að skýra við hvaða einkapóst hann ætti, sagði hann: "Ég á við einkabréf mitt sem ég sendi til tveggja viðtakanda. Annar var góður vinur föður míns til margra áratuga og hinn kunningi minn sem ég hafði haft töluverð samskipti við um málefni Baugs. Tölvupóstur þessi komst í hendur Styrmis. Hér var um einkabréf að ræða og bæði ég og viðtakendur gerðum Morgunblaðinu ljóst að við værum mótfallnir birtingu," segir Össur. "Styrmir, sem hafði nær öll samskipti af blaðsins hálfu við mig vegna þessa máls, tjáði mér að hann hefði skilning á þessu viðhorfi en hann teldi málið þess eðlis að það ætti erindi við lesendur blaðsins þar sem um væri að ræða harkaleg ummæli formanns stjórnmálaflokks til umsvifamikils athafnamanns. Rétt er að taka fram að málið varðaði að öllu leyti persónuleg málefni sem tengdust minni fjölskyldu," segir hann. "Mótmæli mín við þetta urðu veik þar sem í hjarta mínu þá gat ég ekki annað en fallist á rök Styrmis og ég hef aldrei áfellst hann síðan," segir Össur. Á heimasíðu sinni segir Össur: "Ritstjóri Morgunblaðsins varði það þá með nákvæmlega jafn góðum og sannfærandi rökum og Fréttablaðið ver sig núna fyrir hneykslun hans. Styrmir hafði rétt fyrir sér þá einsog hann hefur rangt fyrir sér núna. Munurinn er sá, að nú er hann einn af málsaðiljum - og ritstjóri Morgunblaðsins verður að skýra fyrir lesendum og starfsmönnum afhverju þá gilda önnur prinsipp." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, og Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, hafa báðir orðið fyrir því að einkapóstar sem þeir sendu hafi birst á síðum Morgunblaðsins án þeirra leyfis. Sunnudaginn 10. maí 1998 birtist tölvupóstur sem Gunnlaugur sendi þingmönnum á innra neti þingsins orðrétt í Morgunblaðinu. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um að til stæði að birta póstinn því ekki hafi verið haft samband við hann áður en pósturinn vart birtur í Morgunblaðinu. "Ég var mjög ósáttur við þessa birtingu á sínum tíma," segir Gunnlaugur. Þá birti Morgunblaðið 15. nóvember 2002 bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa og lánamála félagsins. Össur skrifar á heimasíðu sinni að Styrmir hneykslist manna mest á birtingu Fréttablaðsins á einkatölvupóstum. Styrmir hafi líklega gleymt að hann hafi sjálfur birt einkapóst úr tölvu, vitandi að það væri bæði í óþökk sendanda og viðtakenda. "Fréttablaðið rennur því í einskis manns slóð í því efni nema hans sjálfs," segir Össur. Þegar Össur var beðinn um að skýra við hvaða einkapóst hann ætti, sagði hann: "Ég á við einkabréf mitt sem ég sendi til tveggja viðtakanda. Annar var góður vinur föður míns til margra áratuga og hinn kunningi minn sem ég hafði haft töluverð samskipti við um málefni Baugs. Tölvupóstur þessi komst í hendur Styrmis. Hér var um einkabréf að ræða og bæði ég og viðtakendur gerðum Morgunblaðinu ljóst að við værum mótfallnir birtingu," segir Össur. "Styrmir, sem hafði nær öll samskipti af blaðsins hálfu við mig vegna þessa máls, tjáði mér að hann hefði skilning á þessu viðhorfi en hann teldi málið þess eðlis að það ætti erindi við lesendur blaðsins þar sem um væri að ræða harkaleg ummæli formanns stjórnmálaflokks til umsvifamikils athafnamanns. Rétt er að taka fram að málið varðaði að öllu leyti persónuleg málefni sem tengdust minni fjölskyldu," segir hann. "Mótmæli mín við þetta urðu veik þar sem í hjarta mínu þá gat ég ekki annað en fallist á rök Styrmis og ég hef aldrei áfellst hann síðan," segir Össur. Á heimasíðu sinni segir Össur: "Ritstjóri Morgunblaðsins varði það þá með nákvæmlega jafn góðum og sannfærandi rökum og Fréttablaðið ver sig núna fyrir hneykslun hans. Styrmir hafði rétt fyrir sér þá einsog hann hefur rangt fyrir sér núna. Munurinn er sá, að nú er hann einn af málsaðiljum - og ritstjóri Morgunblaðsins verður að skýra fyrir lesendum og starfsmönnum afhverju þá gilda önnur prinsipp."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira