Ragnar og Helgi til Noregs 20. september 2005 00:01 Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Helgi Valur er í efnafræðinámi við Háskóla Íslands og á því erfitt um vik að fara út. Helgi Valur fór í tvígang í reynslu til norska liðsins Start í sumar auk þess sem sænska liðið Sundsvall vildi skoða hann nánar. Samningur Helga Vals við Fylki rennur út í haust."Ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast. Ég hef heyrt af áhuga þessara liða en það verður að fá að koma í ljós hvenær ég kemst út. En ef það verður eitthvað spennandi í boði fyrir mann þá væri auðvitað gaman að komast aftur út í atvinnumennskuna, ég get ekki neitað því," sagði Helgi Valur en hann var áður samningsbundinn enska liðinu Peterborough til nokkurra ára. Hinn nítján ára gamli miðjumaður Fylkis, Ragnar Sigurðsson, er einnig á leiðinni til reynslu hjá Odd Grenland. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, sagði að hann færi til Noregs á fimmtudaginn og yrði í eina viku hjá Odd Grenland. Ragnar sló í gegn með Fylki í sumar og skoraði eitt mark í sautján leikjum. Gunnar Jónsson, leikmaður Breiðabliks, fer einnig með Ragnari til Odd Grenland á fimmtudaginn."Mér líst vel á þetta enda hef ég alla tíð stefnt að því að komast að í atvinnumennskunni erlendis," sagði Ragnar. "Mér líst ágætlega á þetta félag en það verður að koma í ljós hvað verður." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer til erlends liðs en hann var til skamms tíma hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach þegar hann var fimmtán ára gamall. Íslenski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Helgi Valur er í efnafræðinámi við Háskóla Íslands og á því erfitt um vik að fara út. Helgi Valur fór í tvígang í reynslu til norska liðsins Start í sumar auk þess sem sænska liðið Sundsvall vildi skoða hann nánar. Samningur Helga Vals við Fylki rennur út í haust."Ég ætla bara að sjá til hvernig málin þróast. Ég hef heyrt af áhuga þessara liða en það verður að fá að koma í ljós hvenær ég kemst út. En ef það verður eitthvað spennandi í boði fyrir mann þá væri auðvitað gaman að komast aftur út í atvinnumennskuna, ég get ekki neitað því," sagði Helgi Valur en hann var áður samningsbundinn enska liðinu Peterborough til nokkurra ára. Hinn nítján ára gamli miðjumaður Fylkis, Ragnar Sigurðsson, er einnig á leiðinni til reynslu hjá Odd Grenland. Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Ragnars, sagði að hann færi til Noregs á fimmtudaginn og yrði í eina viku hjá Odd Grenland. Ragnar sló í gegn með Fylki í sumar og skoraði eitt mark í sautján leikjum. Gunnar Jónsson, leikmaður Breiðabliks, fer einnig með Ragnari til Odd Grenland á fimmtudaginn."Mér líst vel á þetta enda hef ég alla tíð stefnt að því að komast að í atvinnumennskunni erlendis," sagði Ragnar. "Mér líst ágætlega á þetta félag en það verður að koma í ljós hvað verður." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ragnar fer til erlends liðs en hann var til skamms tíma hjá þýska liðinu Borussia Mönchengladbach þegar hann var fimmtán ára gamall.
Íslenski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira