Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi 20. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira