Hver togaði í spotta? Björgvin Guðmundsson skrifar 15. september 2005 00:01 Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson Baugsmálið svokallaða mun vera eitthvert sérstæðasta og undarlegasta sakamál, sem komið hefur fram hér á landi. Stjórnendur Baugs eru sakaðir um að hafa stolið frá fyrirtækinu.En engir fjármunir hafa horfið. Engra fjármuna er saknað og þeir,sem sakaðir eru um fjárdrátt halda enn um stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er sú, þegar fjárdráttarmál koma upp, að þá er sá, sem sakaður er um fjárdrátt, látinn hætta störfum, annað hvort um stundarsakir eða til frambúðar. En svo er ekki í þessu máli.Forstjóri Baugs,sem sakaður er um fjárdrátt frá fyrirtækinu, heldur áfram störfum og fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, segir: Ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segði: "Það var brotist inn til þín". Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan:"Sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Forráðamenn og aðaleigendur Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson segja, að hér sé um aðför gegn fyrirtækinu að ræða. Ætlunin hafi verið að knésetja fyrirtækið. Ráðamönnum hér á landi hafi þótt fyrirtækið orðið of stórt og valdamikið og ef yfirtakan á Arcadia hefði gengið eftir hefði Baugur orðið stærsta fyrirtæki landsins með meiri hagnað en allur sjávarútvegur landsins.Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Í þessu sambandi nefna Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir fyrrverandi forsætisráðherra og segja, að hann hafi boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón Ásgeir segir, að fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað þá feðga mestu skattsvikara Íslandssögunnar. Öllum er löngu orðið ljóst, að fyrrverandi forsætisráðherra hefur verið mjög í nöp við Baug og er fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til marks um það. Spurningin er sú hvort fyrrverandi forsætisráðherra hafi haft eitthvað með það að gera, að fyrirvaralaust fékk ríkislögreglustjóri að beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns húsleitarheimild hjá Baugi, gat ruðst þar inn út af einum reikningi og tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú innrás varð til þess að Baugur missti af kaupunum á Arcadia. Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa mál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra tekið langan tíma og ekki hefur verið nóg að veifa einum reikningi. Það hefur heldur ekki verið venja að lögreglan gerði innrás í fyrirtæki af ekki meira tilefni en hér um ræðir. Tökum dæmi: Segjum, að einhver viðskiptamaður Íslenskrar erfðagreiningar eða Landsbankans lenti í útistöðum við annað hvort fyrirtækið, kærði það til ríkislögreglustjóra og legði fram reikning, sem ætti að sýna, að eigendur fyrirtækisins hefðu látið það greiða fyrir sig kaup á bát ( til sjóstangveiða) eða t.d. smíði eða kaup á veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda menn þá að ríkislögreglustjóri mundi rjúka upp til handa og fóta, gera innrás í Íslenska erfðagreiningu eða Landsbankann og taka allt bókhaldið til 3ja ára rannsóknar? Ég held ekki. Eru menn þá ekki jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er nóg að einhverjir ráðamenn togi í spotta til þess að setja lögregluna af stað gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir. Er Ísland orðið eins og Sovétríkin undir stjórn Stalíns? Er Ísland orðið eins og bananalýðveldi í Suður-Ameriku? Þessar spurningar vakna hjá óbreyttum borgurum. Eins og menn muna fór þetta mál af stað vegna þess, að Jon Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum, kærði stjórnendur Baugs. Það gerðist eftir að Baugur sagði honum upp störfum! Sullenberger rak fyrirtækið Nordica í Bandaríkjunum og vann þar ýmis störf fyrir Baug. Sullenberger kærði stjórnendur Baugs fyrir að hafa látið Baug greiða hluta kaupverðs skemmtisnekkju, sem Sullenberger var skráður eigandi að en hann segir Bónusfeðga hafa átt í raun með sér. Sem aðalsönnunargagn í málinu lagði Sullenberger fram nótu, reikning, sem átti að sýna, að Baugur hefði greitt hluta snekkjunnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkislögreglustjóri misskildi þennan reikning. Hann var vegna afsláttar, sem Baugur veitti Nordica, fyrirtæki Sullenbergers, vegna viðskipta þeirra í milli. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fór yfir öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu Hreins Loftssonar segir, að sakarefnið, sem Sullenberger bar fram og hratt málinu af stað, sé ekki lengur fyrir hendi. Forráðamenn Baugs hafi gefið fullnægjandi skýringar á því og náðst hafi sættir milli Baugs og Sullenbergers um ágreiningsefnin. Jónatan Þórmundsson kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til þess að dæma stjórnendur Baugs fyrir nein auðgunarbrot. En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: "Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjónvarpsins, að það væri pólítík í aðförinni að Baugi, ofsóknum ríkislögreglustjóra og stjórnvalda gegn stjórnendum Baugs.Hann sagði, að lögmaðurinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, væri hægri hönd fyrrverandi forsætisráðherra. Og þessi lögmaður hefði krafist lögreglurannsóknar á Baugi. Í Bretlandi þætti þetta tortryggilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Baugsmálið - Björgvin Guðmundsson Baugsmálið svokallaða mun vera eitthvert sérstæðasta og undarlegasta sakamál, sem komið hefur fram hér á landi. Stjórnendur Baugs eru sakaðir um að hafa stolið frá fyrirtækinu.En engir fjármunir hafa horfið. Engra fjármuna er saknað og þeir,sem sakaðir eru um fjárdrátt halda enn um stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er sú, þegar fjárdráttarmál koma upp, að þá er sá, sem sakaður er um fjárdrátt, látinn hætta störfum, annað hvort um stundarsakir eða til frambúðar. En svo er ekki í þessu máli.Forstjóri Baugs,sem sakaður er um fjárdrátt frá fyrirtækinu, heldur áfram störfum og fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, segir: Ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segði: "Það var brotist inn til þín". Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan:"Sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Forráðamenn og aðaleigendur Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson segja, að hér sé um aðför gegn fyrirtækinu að ræða. Ætlunin hafi verið að knésetja fyrirtækið. Ráðamönnum hér á landi hafi þótt fyrirtækið orðið of stórt og valdamikið og ef yfirtakan á Arcadia hefði gengið eftir hefði Baugur orðið stærsta fyrirtæki landsins með meiri hagnað en allur sjávarútvegur landsins.Hér er um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Í þessu sambandi nefna Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir fyrrverandi forsætisráðherra og segja, að hann hafi boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón Ásgeir segir, að fyrrverandi forsætisráðherra hafi kallað þá feðga mestu skattsvikara Íslandssögunnar. Öllum er löngu orðið ljóst, að fyrrverandi forsætisráðherra hefur verið mjög í nöp við Baug og er fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til marks um það. Spurningin er sú hvort fyrrverandi forsætisráðherra hafi haft eitthvað með það að gera, að fyrirvaralaust fékk ríkislögreglustjóri að beiðni Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns húsleitarheimild hjá Baugi, gat ruðst þar inn út af einum reikningi og tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú innrás varð til þess að Baugur missti af kaupunum á Arcadia. Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa mál hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra tekið langan tíma og ekki hefur verið nóg að veifa einum reikningi. Það hefur heldur ekki verið venja að lögreglan gerði innrás í fyrirtæki af ekki meira tilefni en hér um ræðir. Tökum dæmi: Segjum, að einhver viðskiptamaður Íslenskrar erfðagreiningar eða Landsbankans lenti í útistöðum við annað hvort fyrirtækið, kærði það til ríkislögreglustjóra og legði fram reikning, sem ætti að sýna, að eigendur fyrirtækisins hefðu látið það greiða fyrir sig kaup á bát ( til sjóstangveiða) eða t.d. smíði eða kaup á veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda menn þá að ríkislögreglustjóri mundi rjúka upp til handa og fóta, gera innrás í Íslenska erfðagreiningu eða Landsbankann og taka allt bókhaldið til 3ja ára rannsóknar? Ég held ekki. Eru menn þá ekki jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er nóg að einhverjir ráðamenn togi í spotta til þess að setja lögregluna af stað gegn þeim, sem ekki eru þóknanlegir. Er Ísland orðið eins og Sovétríkin undir stjórn Stalíns? Er Ísland orðið eins og bananalýðveldi í Suður-Ameriku? Þessar spurningar vakna hjá óbreyttum borgurum. Eins og menn muna fór þetta mál af stað vegna þess, að Jon Gerald Sullenberger, viðskiptafélagi Baugs í Bandaríkjunum, kærði stjórnendur Baugs. Það gerðist eftir að Baugur sagði honum upp störfum! Sullenberger rak fyrirtækið Nordica í Bandaríkjunum og vann þar ýmis störf fyrir Baug. Sullenberger kærði stjórnendur Baugs fyrir að hafa látið Baug greiða hluta kaupverðs skemmtisnekkju, sem Sullenberger var skráður eigandi að en hann segir Bónusfeðga hafa átt í raun með sér. Sem aðalsönnunargagn í málinu lagði Sullenberger fram nótu, reikning, sem átti að sýna, að Baugur hefði greitt hluta snekkjunnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkislögreglustjóri misskildi þennan reikning. Hann var vegna afsláttar, sem Baugur veitti Nordica, fyrirtæki Sullenbergers, vegna viðskipta þeirra í milli. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fór yfir öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu Hreins Loftssonar segir, að sakarefnið, sem Sullenberger bar fram og hratt málinu af stað, sé ekki lengur fyrir hendi. Forráðamenn Baugs hafi gefið fullnægjandi skýringar á því og náðst hafi sættir milli Baugs og Sullenbergers um ágreiningsefnin. Jónatan Þórmundsson kemst að þeirri niðurstöðu að ekki séu efni til þess að dæma stjórnendur Baugs fyrir nein auðgunarbrot. En enda þótt upphaflega sakarefnið sé ekki lengur fyrir hendi lét ríkislögreglustjóri ekki staðar numið. Hann hélt áfram að rannsaka, hélt áfram að grafa til þess að reyna að finna ný sakarefni og hann hefur verið að grafa í 3 ár. Þetta minnir á bandaríska sakamálamynd, þegar skúrkurinn segir: "Reyndu að grafa eitthvað upp. Það hlýtur að finnast eitthvað." Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjónvarpsins, að það væri pólítík í aðförinni að Baugi, ofsóknum ríkislögreglustjóra og stjórnvalda gegn stjórnendum Baugs.Hann sagði, að lögmaðurinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, væri hægri hönd fyrrverandi forsætisráðherra. Og þessi lögmaður hefði krafist lögreglurannsóknar á Baugi. Í Bretlandi þætti þetta tortryggilegt.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun