Kabarettgestir sendir heim 10. september 2005 00:01 Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður. "Ég datt af hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna og snéri mig illa á hné," sagði Felix Bergsson sem lá fyrir og hvíldi sig þegar Fréttablaðið náði tali af honum. "Ég fór upp á slysadeild og lét búa vel um þetta og ætlaði mér alltaf að leika. Í leikhúsinu reynir maður að gera allt sem maður getur til að sýningin verði að veruleika og ég hélt auðvitað í vonina um að ég gæti leikið. Svo þegar á hólminn var komið stóð ég varla í lappirnar svo það var ákveðið að fresta sýningunni, enda enginn til að leysa mig af," sagði Felix og bætti því við að honum þætti þetta ákaflega leiðinlegt gangvart þeim sem komu í leikhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni geta leikhúsgestir sem áttu miða á sýninguna í gær annað hvort fengið endurgreitt eða fengið að nota miðann sinn aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvort efnt verði til aukasýningar vegna atviksins og þar sem Felix er staðráðinn í að mæta strax aftur til vinnu er ekki við því að búast að fleiri sýningar falli niður. Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður. "Ég datt af hjólinu mínu á leiðinni í vinnuna og snéri mig illa á hné," sagði Felix Bergsson sem lá fyrir og hvíldi sig þegar Fréttablaðið náði tali af honum. "Ég fór upp á slysadeild og lét búa vel um þetta og ætlaði mér alltaf að leika. Í leikhúsinu reynir maður að gera allt sem maður getur til að sýningin verði að veruleika og ég hélt auðvitað í vonina um að ég gæti leikið. Svo þegar á hólminn var komið stóð ég varla í lappirnar svo það var ákveðið að fresta sýningunni, enda enginn til að leysa mig af," sagði Felix og bætti því við að honum þætti þetta ákaflega leiðinlegt gangvart þeim sem komu í leikhúsið. Samkvæmt upplýsingum frá Íslensku óperunni geta leikhúsgestir sem áttu miða á sýninguna í gær annað hvort fengið endurgreitt eða fengið að nota miðann sinn aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvort efnt verði til aukasýningar vegna atviksins og þar sem Felix er staðráðinn í að mæta strax aftur til vinnu er ekki við því að búast að fleiri sýningar falli niður.
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira