Niðurstaða staðfesti hroðvirkni 7. september 2005 00:01 Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé ómöguleg. Þarna sé verið að ákæra bæði fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Því velti hann fyrir sér. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé ómöguleg. Þarna sé verið að ákæra bæði fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Því velti hann fyrir sér.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira