Miklir annmarkar á ákærunum 6. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira