Vill að læknar reki sjúkrahús 5. september 2005 00:01 Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira