Rannsókn á Vioxx að hefjast 30. ágúst 2005 00:01 Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira