Fundu gas á botni Norðursjávar 20. ágúst 2005 00:01 Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. Norsk Hydro tilkynnti um fundinn í kauphöllinni í Osló í gærmorgun. Í tilkynningunni segir að gasið sem fundist hafi sé norðarlega í Norðursjónum og að aðstæður séu þannig að góðar líkur séu á að hægt verði að nýta það. Í olíutímaritinu Upstream, sem fyrst birti fréttir af fundinum, segir að um sé að ræða í kringum þrjátíu milljarða rúmmetra, sem þeir áætla að sé um þrjú hundruð milljarða króna virði. Forsvarsmenn Norsk Hydro hafa ekki enn viljað staðfesta hversu mikið magn af gasi sé um að ræða né áætlað verðmæti en staðfesta að þetta sé einn mikilvægasti fundur síðari ára í norskri lögsögu. Gaslindin er um sjö hundruð metra undir sjávarbotni sem aftur er á 380 metra dýpi. Norsk Hydro leggur þó áherslu á að það gerist ekkert alveg strax. Lindin verði könnuð frekar á næsta ári og athugað hvernig best sé að haga vinnslunni og ekki síst flutningi á gasinu til markaða, en leiðslurnar sem til eru nú eru ekki með næga flutningsgetu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. Norsk Hydro tilkynnti um fundinn í kauphöllinni í Osló í gærmorgun. Í tilkynningunni segir að gasið sem fundist hafi sé norðarlega í Norðursjónum og að aðstæður séu þannig að góðar líkur séu á að hægt verði að nýta það. Í olíutímaritinu Upstream, sem fyrst birti fréttir af fundinum, segir að um sé að ræða í kringum þrjátíu milljarða rúmmetra, sem þeir áætla að sé um þrjú hundruð milljarða króna virði. Forsvarsmenn Norsk Hydro hafa ekki enn viljað staðfesta hversu mikið magn af gasi sé um að ræða né áætlað verðmæti en staðfesta að þetta sé einn mikilvægasti fundur síðari ára í norskri lögsögu. Gaslindin er um sjö hundruð metra undir sjávarbotni sem aftur er á 380 metra dýpi. Norsk Hydro leggur þó áherslu á að það gerist ekkert alveg strax. Lindin verði könnuð frekar á næsta ári og athugað hvernig best sé að haga vinnslunni og ekki síst flutningi á gasinu til markaða, en leiðslurnar sem til eru nú eru ekki með næga flutningsgetu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira