Pólitískur undirtónn í Baugsmálinu 19. ágúst 2005 00:01 Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugsmálsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í málinu. "Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rannsóknin hafi verið gerð að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004," segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsisvist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði viðskipti milli Baugs og Gaums. "Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenningshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli félaganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt," segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sakleysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöldum vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi pólitíska undirtóna. "Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, saka fyrrum forsætisráðherra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rannsókn lögreglu á málinu," segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmálinu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum íslenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. "Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér," segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Geralds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Pólitískar ástæður Megininntak fréttar breska viðskiptablaðsins Financial Times um þingfestingu Baugsmálsins eru fullyrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannssonar um þátt Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í málinu. "Hr. Johannesson hélt því fram að rannsóknin, sem tók þrjú ár, hafi verið gerð af pólitískum ástæðum og hafi upprunalega átt að leiða til uppstokkunar Baugs. Hann sagði að rannsóknin hafi verið gerð að tilstuðlan Davíðs Oddssonar, sem var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004," segir í blaðinu. Þá segir að alvarlegasta ákæran á hendur Jóni Ásgeiri sé vegna fjárdráttar sem gæti þýtti allt að sex ára fangelsisvist og að sumar ákærurnar varði fjárfestingar í breska fyrirtækinu Arcadia. Niðurstaðan eftir lagatúlkunum Breska dagblaðið The Independent segir að íslenskt viðskiptaumhverfi sé fyrir rétti í Baugsmálinu. Þá er haft eftir Jóhannesi Jónssyni að málið sé pólitískt samsæri sem stjórnað er af Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. Blaðið segir að meginatriði málsóknarinnar varði viðskipti milli Baugs og Gaums. "Í meginatriðum leyfa íslensk lög viðskipti milli skyldra einkahlutafélaga og almenningshlutafélaga þó svo að í sumum tilfellum séu takmörk á lánum sem veitt eru milli félaganna. Það fer eftir því hvernig lögin verða túlkuð hvort Jóni Ásgeiri tekst að hreinsa mannorð sitt," segir í blaðinu. Íhuga skaðabótamál Danska dagblaðið Politiken hefur eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að hann hafi í höndum skjöl sem sanni sakleysi sakborninga í hverjum einasta ákærulið. Þá segir að sakborningar haldi þeim möguleika opnum að höfða skaðabótamál gegn yfirvöldum vegna þess skaða sem Baugur hefur orðið fyrir vegna málsins. Í Politiken segir jafnframt að málið gegn Baugi hafi pólitíska undirtóna. "Jón Ásgeir og faðir hans, Jóhannes Jónsson, saka fyrrum forsætisráðherra Íslands og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson um að vera manninn bak við yfirgripsmikla rannsókn lögreglu á málinu," segir í blaðinu. Davíð og múturnar Í danska dagblaðinu Berlingske Tidende segir að allir hinna sex ákærðu í Baugsmálinu hafi lýst yfir sakleysi sínu í málaferlum vegna svika er nema alls 2,7 milljörðum íslenskra króna. Í blaðinu segir, líkt og í Politiken, að málið hafi pólitíska undirtóna. "Fyrrum forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, heldur því fram að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér," segir í Berlingske. Minnst er á hlut Jóns Geralds Sullenberger í málinu og bent á að hann hafi komið málinu af stað með því að kæra Jón Ásgeir fyrir að falsa reikninga.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira