Ekkert barnaklám fannst í tölvum 17. ágúst 2005 00:01 Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira