Handtekin vegna sprengjuhótunar 5. ágúst 2005 00:01 Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent