Allt með kyrrum kjörum í London 4. ágúst 2005 00:01 Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina. Annatíminn í almenningssamgöngum gekk vandræðalaust fyrir sig sem má hugsanlega rekja til gríðarlegrar öryggisgæslu. Þúsundir lögreglumanna eru á götum borgarinnar, gráir fyrir járnum, og leyniskyttum var komið fyrir á húsþökum víða um borgina. Lögregluyfirvöld hafa gengið svo langt að sækja lögreglumenn á eftirlaunum til starfa á nýjan leik. Í morgun voru allar neðanjarðarlestarstöðvar í London opnar í fyrsta skipti síðan sjöunda júlí þegar fyrri árásarhrinan átti sér stað. Lögreglustjóri New York borgar greindi frá því í gærkvöldi að sprengjurnar, sem notaðar voru í þeirri árás, hafi verið einfaldar og gerður úr efnum sem finna mætti á næstu hárgreiðslustofu eða byggingavöruverslun. Meðal efna sem notuð voru til smíði þeirra voru hárbleikiefni til að setja strípur í hár og svo efni lík rotvarnarefnum. Sprengjurnar hafi verið sprengdar með farsímahringingu. Bretar eru ekki ánægðir með að greint hafi verið frá þessu og óttast jafnframt að þessar einföldu sprengjur þýði að hryðjuverkamenn eigi auðvelt með að setja þær saman. Þeir geti því ráðist á skotmörk í Lundúnum, þá líkast til önnur en almenningsfarartæki þar sem öryggiseftirlit er mikið. Í seinni hrinu árásanna voru sprengjurnar enn einfaldari, samkvæmt því sem ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Osman Hussain hafi sagt við yfirheyrslur. Hann mun hafa sagt að í bakpokanum sínum hafi verið hvellhetta til að búa til hvell og svo hveiti, en ekkert annað. Breska lögreglan vísar þessu hins vegar á bug. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina. Annatíminn í almenningssamgöngum gekk vandræðalaust fyrir sig sem má hugsanlega rekja til gríðarlegrar öryggisgæslu. Þúsundir lögreglumanna eru á götum borgarinnar, gráir fyrir járnum, og leyniskyttum var komið fyrir á húsþökum víða um borgina. Lögregluyfirvöld hafa gengið svo langt að sækja lögreglumenn á eftirlaunum til starfa á nýjan leik. Í morgun voru allar neðanjarðarlestarstöðvar í London opnar í fyrsta skipti síðan sjöunda júlí þegar fyrri árásarhrinan átti sér stað. Lögreglustjóri New York borgar greindi frá því í gærkvöldi að sprengjurnar, sem notaðar voru í þeirri árás, hafi verið einfaldar og gerður úr efnum sem finna mætti á næstu hárgreiðslustofu eða byggingavöruverslun. Meðal efna sem notuð voru til smíði þeirra voru hárbleikiefni til að setja strípur í hár og svo efni lík rotvarnarefnum. Sprengjurnar hafi verið sprengdar með farsímahringingu. Bretar eru ekki ánægðir með að greint hafi verið frá þessu og óttast jafnframt að þessar einföldu sprengjur þýði að hryðjuverkamenn eigi auðvelt með að setja þær saman. Þeir geti því ráðist á skotmörk í Lundúnum, þá líkast til önnur en almenningsfarartæki þar sem öryggiseftirlit er mikið. Í seinni hrinu árásanna voru sprengjurnar enn einfaldari, samkvæmt því sem ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Osman Hussain hafi sagt við yfirheyrslur. Hann mun hafa sagt að í bakpokanum sínum hafi verið hvellhetta til að búa til hvell og svo hveiti, en ekkert annað. Breska lögreglan vísar þessu hins vegar á bug.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“