Tilraun til sjálfsmorðsárása? 13. október 2005 19:33 Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Nú rétt fyrir eitt var staðfest að einn er slasaður í Warren Street en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Talsmenn Scotland Yard segja að málið sé enn sem komið er ekki talið stórmál. Sjúkrahús eru þó í viðbragðsstöðum. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard's Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Að auki hefur borist óstaðfest frétt um sprengju í strætisvagni við Hackney, en af myndum úr öryggismyndavélum að dæma er vagninn ekki mikið laskaður. Enginn er þó á ferð í nánd við vagninn og hefur lögregla girt hann af, sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Talsmaður strætisvagnafyrirtækisins segir rúðurnar í vagninum hafa þeyst út. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum, en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Maðurinn með bakpokann á að hafa blótað hraustlega í kjölfarið. Misvísandi fregnir berast af því atviki, ekki er ljóst hvort að það var naglasprengjan sem fregnir berast af eða mishepnuð sjálfsmorðsárás. Hjá Scotland Yard segja sérfræðingar að hugsanlega hafi hvellhettur sprungið og hugsanlega hafi árásirnar mistekist. Staðfest hefur verið að reykur barst úr einum lestarvagni en frekari staðfestingar hafa ekki fengist á því hvað er á seyði. Farþegar í lestunum munu hins vegar hafa troðist út, skelfingu lostnir, en aðeins er liðinn hálfur mánuður frá því að fimmtíu og þrír voru drepnir í samhæfðum hryðjuverkaárásum á þrjár neðanjarðarlestir og strætisvagn í London. Fjármálamarkaðir brugðust þegar í stað illa við fregnunum af atburðunum í London. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Nú rétt fyrir eitt var staðfest að einn er slasaður í Warren Street en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Talsmenn Scotland Yard segja að málið sé enn sem komið er ekki talið stórmál. Sjúkrahús eru þó í viðbragðsstöðum. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard's Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Að auki hefur borist óstaðfest frétt um sprengju í strætisvagni við Hackney, en af myndum úr öryggismyndavélum að dæma er vagninn ekki mikið laskaður. Enginn er þó á ferð í nánd við vagninn og hefur lögregla girt hann af, sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Talsmaður strætisvagnafyrirtækisins segir rúðurnar í vagninum hafa þeyst út. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum, en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Maðurinn með bakpokann á að hafa blótað hraustlega í kjölfarið. Misvísandi fregnir berast af því atviki, ekki er ljóst hvort að það var naglasprengjan sem fregnir berast af eða mishepnuð sjálfsmorðsárás. Hjá Scotland Yard segja sérfræðingar að hugsanlega hafi hvellhettur sprungið og hugsanlega hafi árásirnar mistekist. Staðfest hefur verið að reykur barst úr einum lestarvagni en frekari staðfestingar hafa ekki fengist á því hvað er á seyði. Farþegar í lestunum munu hins vegar hafa troðist út, skelfingu lostnir, en aðeins er liðinn hálfur mánuður frá því að fimmtíu og þrír voru drepnir í samhæfðum hryðjuverkaárásum á þrjár neðanjarðarlestir og strætisvagn í London. Fjármálamarkaðir brugðust þegar í stað illa við fregnunum af atburðunum í London.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira