Ætluðu ekki að deyja sjálfir 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira