Vændishringur á Íslandi 15. júlí 2005 00:01 Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Vændishringur er starfræktur á Íslandi. Listi með nöfnum íslenskra vændiskvenna gengur kaupum og sölum á Netinu fyrir sex þúsund krónur. Sextán ára gömul stúlka var ginnt til að lána bankareikning sinn til að fela slóð mannsins sem stendur að listanum. Maðurinn sem stendur á bak við vændislistann markaðssetur hann í gegnum vefsíðuna Private.is og þar er að finna auglýsingu þar sem þjónustan er kynnt. Auglýsingin hljóðar svo: „Við erum áhugahópur um frjálst kynlíf og bjóðum öllum að vera með. Það er smá félagsgjald en á móti fá aðilar ýmsa þjónustu við að ná sér í kynlíf. Við erum með lista yfir konur sem vilja kynlíf strax og veita það frítt eða gegn vægri greiðslu.“ Fréttastofan hefur vændislistann undir höndum þar sem fram koma nöfn og símanúmer fimm kvenna. Fréttastofan náði sambandi við tvær þeirra og staðfestu þær að þær stunduðu vændi. Önnur kvennanna staðfesti einnig að hún hafi átt í samskiptum við manninn og að hann hefði sett nafn og símanúmer hennar á listann án hennar samþykkis. Til að fela slóð sína fékk maðurinn sextán ára gamla stúlku, sem hann kynntist í gegnum MSN-samskiptaforritið, til að taka við greiðslum frá þeim sem keyptu listann. Lofaði hann stúlkunni greiðslu gegn því að hún tæki út peningana og afhenti sér þá. Hitti maðurinn stúlkuna einu sinni fyrir utan heimili hennar og tók við peningunum. Stúlkan hefur hins vegar enga greiðslu fengið en maðurinn hefur hótað henni þar sem hún fór til lögreglunnar í Kópavogi og skýrði frá málinu. Lögreglan staðfesti í samtali við fréttastofu að málið væri til rannsóknar. Fréttastofan hefur afrit af samskiptum mannsins við annan mann þar sem fram koma upplýsingar um karlaklúbb sem hann segir að hafi verið myndaður. Þar segir að einungis sé tekið við félagsgjaldi, greiðslur milli kúnna og vændiskvennanna fari eingöngu þeirra á milli. Hins vegar hafi verið samið um lágt verð til klúbbfélaga. Haft var samband við manninn en símanúmer hans var uppgefið í tölvupósti sem fréttastofan hefur undir höndum. Spurður hvort hann stæði á bak við vændislistann sagði maðurinn ekkert vita um slíkan lista. Þegar hann var spurður af hverju símanúmer hans væri gefið upp í tölvupóstinum sagði hann að um misskilning hlyti að vera að ræða. Maðurinn skellti á fréttamann þegar hann var spurður að nafni. Konurnar sem auglýsa þjónustu sína á listanum bjóða flestar samfarir fyrir 15 þúsund krónur. Á ýmsum íslenskum vefsíðum má finna auglýsingar vændiskvenna og virðist sem mikil eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira