Minningin er aldrei langt undan 10. júlí 2005 00:01 Sveinn Guðmarsson skrifar frá London Eftir drungann síðustu daga var eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið að létta lund Lundúnabúa með því að láta sólargeislana fossa yfir þá. Borgin skartaði sínu fegursta í góða veðrinu í gær og íbúar hennar nýttu daginn í samræmi við það. Fjölmargir lögðu leið sína í almenningsgarðana og búðirnar í Oxford Street voru venju samkvæmt sneisafullar. Lundúnabúar eru greinilega staðráðnir í að láta lífið hafa sinn gang þrátt fyrir að hörmungar hafi dunið yfir þá. Marglitt blómahafAtburðirnir á fimmtudaginn eru samt aldrei langt undan. Stjórar jarðlestanna minna farþega stöðugt á að gera viðvart sjái þeir grunsamlega pakka í lestunum á milli þess sem þeir upplýsa um raskanir á leiðakerfinu vegna "neyðarástandsins sem skapaðist" í vikunni. Hryðjuverkin eru ekki nefnd berum orðum en ekki fer á milli mála hvað átt er við. Á þriðja tug manna beið bana í sprengingunni á Piccadilly-línunni á milli King's Cross og Russell Square stöðvanna, þrjátíu metra ofan í jörðinni. King's Cross neðanjarðarlestarstöðin er ennþá að mestu lokuð og verður það um óákveðinn tíma. Engu að síður er þar ys og þys enda ganga hefðbundnu lestirnar eins og vanalega. Margir eru þó komnir hingað í öðrum erindagjörðum. Við aðalinngang stöðvarinnar hefur verið komið upp litlum reit til minningar um þá sem létust í sprengjuárásunum og þangað er stöðugur straumur fólks með blómvendi í öllum regnbogans litum. "Við þekkjum engan sem dó eða slasaðist í tilræðunum," segja Peter og Jane, Nýsjálendingar sem eru búsettir í vesturhluta borgarinnar. "Hins vegar er eins landa okkar saknað og því vildum við koma hingað og votta virðingu okkar og samúð." Eins og svo margir sem ég hef talað við er þeim tíðrætt um þann styrk sem Lundúnabúar hafa sýnt á þessum erfiðum tímum, þeir reyna einfaldlega að halda áfram að lifa sínu lífi eins og þeir frekast geta. Inni í garðinum leggur Samm Taylor bleikan rósavönd í blómahafið sem þar er fyrir. Rétt eins og Nýsjálendingarnir þekkir hún engin fórnarlömb árásanna en hún varð samt atburðanna óþægilega vör. "Ég bý steinsnar frá stöðinni og þegar ég fór á fætur á fimmtudagsmorguninn var lögreglan búin að girða svæðið af. Ég varð því að halda mig innandyra stærstan hluta dagsins." Samm segir að innst inni hafi hún alltaf búist við því að King's Cross stöðin yrði einhvern tímann fyrir árás þar sem hún er svo stór. "Samt brá mér ofboðslega þegar ég heyrði hvað hafði gerst, maður getur aldrei búið sig undir slíkt áfall. Ég hef reynt að bíta á jaxlinn og halda áfram að fara á milli staða með lestunum eða strætó en samt hefur mér liðið afar illa meðan á ferðunum hefur staðið. Við eigum eflaust öll eftir að vera hrædd í langan tíma." Hógværar hetjurAlveg eins og í New York í september 2001 þá virðast nær allir hér í Bretlandi vera sammála um að hinar raunverulegu hetjur þessa hildarleiks séu starfsmenn slökkviliðs og lögreglu. Flestir þeirra sem lögðu sig í stórhættu við að bjarga fólki úr lestunum og strætisvagninum fengu hins vegar frí um helgina og aðrir komnir í þeirra stað. Þrír slökkviliðsmenn slaka á fyrir utan Euston-stöðina og segja af stóískri ró þegar ég spyr þá hvernig félagar þeirra sem voru í eldlínunni á fimmtudaginn hafi það: "Þeir hafa það fínt, þetta er nú bara starfið okkar." Á King's Cross stöðinni er krökkt af lögreglumönnum en aðalverkefni þeirra er ekki að fylgjast með grunsamlegum mönnum. "Nei, við erum einfaldlega hér til að fólkinu líði betur og finni til öryggis,"" segir Mark sem stendur vaktina með Steve, félaga sínum. Þeir eru ekki í Lundúnalögreglunni heldur voru þeir sendir frá Midland-svæðinu norðar í landinu svo að félagar þeirra í höfuðborginni geti hvílt sig aðeins. Mark og Steve eru sammála um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra í dag en í gær. Hins vegar búast þeir við að þegar mánudagsumferðin brestur á muni margir finna til ónota og ótta í stútfullum lestunum. Á meðan ég ræði við þá kumpána kemur kona aðvífandi og spyr þá út í leiðarkerfið. "Þetta er alvanalegt," segja þeir brosandi á eftir. "Við erum frekar eins og lestarverðir hérna en löggur." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Sveinn Guðmarsson skrifar frá London Eftir drungann síðustu daga var eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið að létta lund Lundúnabúa með því að láta sólargeislana fossa yfir þá. Borgin skartaði sínu fegursta í góða veðrinu í gær og íbúar hennar nýttu daginn í samræmi við það. Fjölmargir lögðu leið sína í almenningsgarðana og búðirnar í Oxford Street voru venju samkvæmt sneisafullar. Lundúnabúar eru greinilega staðráðnir í að láta lífið hafa sinn gang þrátt fyrir að hörmungar hafi dunið yfir þá. Marglitt blómahafAtburðirnir á fimmtudaginn eru samt aldrei langt undan. Stjórar jarðlestanna minna farþega stöðugt á að gera viðvart sjái þeir grunsamlega pakka í lestunum á milli þess sem þeir upplýsa um raskanir á leiðakerfinu vegna "neyðarástandsins sem skapaðist" í vikunni. Hryðjuverkin eru ekki nefnd berum orðum en ekki fer á milli mála hvað átt er við. Á þriðja tug manna beið bana í sprengingunni á Piccadilly-línunni á milli King's Cross og Russell Square stöðvanna, þrjátíu metra ofan í jörðinni. King's Cross neðanjarðarlestarstöðin er ennþá að mestu lokuð og verður það um óákveðinn tíma. Engu að síður er þar ys og þys enda ganga hefðbundnu lestirnar eins og vanalega. Margir eru þó komnir hingað í öðrum erindagjörðum. Við aðalinngang stöðvarinnar hefur verið komið upp litlum reit til minningar um þá sem létust í sprengjuárásunum og þangað er stöðugur straumur fólks með blómvendi í öllum regnbogans litum. "Við þekkjum engan sem dó eða slasaðist í tilræðunum," segja Peter og Jane, Nýsjálendingar sem eru búsettir í vesturhluta borgarinnar. "Hins vegar er eins landa okkar saknað og því vildum við koma hingað og votta virðingu okkar og samúð." Eins og svo margir sem ég hef talað við er þeim tíðrætt um þann styrk sem Lundúnabúar hafa sýnt á þessum erfiðum tímum, þeir reyna einfaldlega að halda áfram að lifa sínu lífi eins og þeir frekast geta. Inni í garðinum leggur Samm Taylor bleikan rósavönd í blómahafið sem þar er fyrir. Rétt eins og Nýsjálendingarnir þekkir hún engin fórnarlömb árásanna en hún varð samt atburðanna óþægilega vör. "Ég bý steinsnar frá stöðinni og þegar ég fór á fætur á fimmtudagsmorguninn var lögreglan búin að girða svæðið af. Ég varð því að halda mig innandyra stærstan hluta dagsins." Samm segir að innst inni hafi hún alltaf búist við því að King's Cross stöðin yrði einhvern tímann fyrir árás þar sem hún er svo stór. "Samt brá mér ofboðslega þegar ég heyrði hvað hafði gerst, maður getur aldrei búið sig undir slíkt áfall. Ég hef reynt að bíta á jaxlinn og halda áfram að fara á milli staða með lestunum eða strætó en samt hefur mér liðið afar illa meðan á ferðunum hefur staðið. Við eigum eflaust öll eftir að vera hrædd í langan tíma." Hógværar hetjurAlveg eins og í New York í september 2001 þá virðast nær allir hér í Bretlandi vera sammála um að hinar raunverulegu hetjur þessa hildarleiks séu starfsmenn slökkviliðs og lögreglu. Flestir þeirra sem lögðu sig í stórhættu við að bjarga fólki úr lestunum og strætisvagninum fengu hins vegar frí um helgina og aðrir komnir í þeirra stað. Þrír slökkviliðsmenn slaka á fyrir utan Euston-stöðina og segja af stóískri ró þegar ég spyr þá hvernig félagar þeirra sem voru í eldlínunni á fimmtudaginn hafi það: "Þeir hafa það fínt, þetta er nú bara starfið okkar." Á King's Cross stöðinni er krökkt af lögreglumönnum en aðalverkefni þeirra er ekki að fylgjast með grunsamlegum mönnum. "Nei, við erum einfaldlega hér til að fólkinu líði betur og finni til öryggis,"" segir Mark sem stendur vaktina með Steve, félaga sínum. Þeir eru ekki í Lundúnalögreglunni heldur voru þeir sendir frá Midland-svæðinu norðar í landinu svo að félagar þeirra í höfuðborginni geti hvílt sig aðeins. Mark og Steve eru sammála um að andrúmsloftið í borginni sé annað og betra í dag en í gær. Hins vegar búast þeir við að þegar mánudagsumferðin brestur á muni margir finna til ónota og ótta í stútfullum lestunum. Á meðan ég ræði við þá kumpána kemur kona aðvífandi og spyr þá út í leiðarkerfið. "Þetta er alvanalegt," segja þeir brosandi á eftir. "Við erum frekar eins og lestarverðir hérna en löggur."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira