Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? 6. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira