Kjaftasöguþjóðin sýpur hveljur Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 29. júní 2005 00:01 Ísland er lítið land. Fólksfjöldinn eins og í litlu þorpi úti heimi og einræktunin svo mikil að flestir geta rakið ættir sínar saman á svipstundu. Á Íslandi þekkja allir alla og þess vegna tala allir um alla. Kjaftasöguþjóðin mikla nýtur þess að tala um náungann og Gróa á Leiti þekkir alla með nafni. Nú er Gróa kerlingin hins vegar farin að færa sig upp á skaftið og nýtir sér nútímalega miðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það sem áður var hvíslað í laumi eða rætt á bak við luktar dyr birtist nú svart á hvítu á forsíðum slúðurblaðanna. Sjálfsögð þróun segja sumir. Siðleysi og lágkúra hrópa aðrir. Slúðurblaðamennska hefur smám saman rutt sér til rúms á Íslandi. Ekki í einni andrá heldur smátt og smátt. Þjóðin hneykslast, sýpur hveljur, fordæmir fyrirbærið en laumast til að lesa þegar enginn sér til. Einhverjir vilja einmitt réttlæta slíka blaðamennsku með þeim rökum að það sé markaður fyrir hana. Slík röksemdafærsla dugar þó skammt. Eftirspurn er ekki mælikvarði á gæði og við getum ekki boðið fólki ærumeiðingar til sölu. Við hljótum að gera þá kröfu að tillitssemi og virðing ráði ferðinni í umfjöllum fjölmiðla um einkamál fólks. Það er að segja ef fjölmiðlarnir eiga yfir höfuð að skipta sér af einkalífi fólks. Í umræðu sem þessari vakna spurningar um hlutverk fjölmiðla. Hvað eiga fjölmiðlarnir að segja okkur og hvað kemur okkur ekki við? Frétt er hægt að skilgreina sem frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og var ekki kunnugt um áður. Slík skilgreining er þó alls ekki tæmandi og ýmislegt hlýtur að teljast fréttnæmt þótt það komi almenningi ekki beinlínis við. Það að Dísa frænka sé ólétt eða að Palli á Hofi sé HIV smitaður er vissulega líka frétt. Bara í öðrum skilningi. Spurningin er hins vegar sú hvort fjölmiðlum beri skylda til að koma slíkum fréttum á framfæri. Kemur einkalíf annarra okkur við og ef svo er hvar liggja þá mörkin? Sumir segja að friðhelgi einkalífsins hefjist við skráargatið heima. Aðrir segja að einkalíf opinberrar persónu sé allt það sem persónan gerir þegar hún er ekki að sinna sínu opinbera hlutverki. Mörkin eru hins vegar alltaf óljós og ef til vill höfum við verið of dugleg við að dansa á línunni. Við bjóðum fjölmiðlunum inn í einkalíf okkar en hrindum þeim svo í burt í næstu andrá. Við sjáum ástæðu til að sjónvarpa brúðkaupinu okkar. Opnum heimilið upp á gátt fyrir Völu Matt í Innliti útliti og tökum fagnandi á móti sjónvarpsvélunum sem eru komnar til að skoða skítinn heima hjá okkur fyrir þáttinn Allt í drasli. Kannski er ekki að furða þótt mörkin séu óljós. Ýmsir telja að einkalíf opinberra persóna komi almenningi við og allir hafi beinlínis rétt á að frétta af breyskleikum þeirra. Á íslandi er hins vegar ansi hæpið að tala um opinberar persónur og tilraun blaðanna til að skapa einhvers konar elítu er hálf kjánaleg. Þekktir Íslendingar eiga ekkert skylt við elítuna sem raðar sér á forsíður erlendra slúðurblaða. Þess vegna getum við ekki réttlætt slíka blaðamennsku með þeim rökum að hún tíðkist í útlöndum. Við getum ekki bara hermt eftir forsíðufréttum útlendinganna og lagt Bubba Morthens og Brad Pitt að jöfnu. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að fræga fólkið á Íslandi er ekkert sérstaklega merkilegt. Það er bara eins og þú og ég. Það býr í sömu hverfum, verslar í sömu matvörubúðum og börnin þeirra ganga í sömu skóla og börnin okkar. Fyrirsætan á forsíðu tímaritsins er kannski frænka þín og bróðir þinn er söngvari í frægustu hljómsveit landsins. Fræga fólkið í útlöndum hefur sína eigin menningu og sitt eigið samfélag. Það sendir börnin sín í skóla með öllum hinum ríku og frægu börnunum og brynjar sig frá almúganum. Hér eru stjörnurnar ekki svona ósnertanlegar. Við mætum þeim á hverjum degi og lifum og hrærumst í sama veruleika. Þess vegna verður slúður um íslenskar stjörnur aldrei neitt annað en slúður um nágrannann. Og nágrannaslúður á lítið erindi í fjölmiðla. Ærumeiðingar eru ekkert grín og alvarleiki málsins er flestum ljós. Hins vegar getur maður vart annað en brosað út í annað. Þetta slúðurfrétta brölt Íslendinga er nefnilega dálítið hlægilegt. Það er eitthvað svo hjákátlegt að standa við kassann í Bónus og sjá þar forsíðufrétt um það að konan í næsta húsi hafi kannski haldið fram hjá manninum sínum eða að frændi hans Gumma á Hverfisgötunni sé búinn að missa 30 kíló. Smáborgarahátturinn hreinlega æpir á mann! Hvar annars staðar í 300 þúsund manna samfélagi myndi einhverjum detta til hugar að gefa út svona blöð? Fræga fólkið hér á landi hlýtur að vera óvenju frægt miðað við höfðatölu og útlendingarnir sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við emja af hlátri. Það er nefnilega bráðfyndið að einhvers staðar norður í ballarhafi skuli búa agnarsmá fiskimannaþjóð sem heldur úti tveimur, jafnvel þremur, tímaritum sem snúast um það eitt að slúðra um náungann. Goðsögnin um kjaftasöguþjóðina miklu virðist vera á rökum reist. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er lítið land. Fólksfjöldinn eins og í litlu þorpi úti heimi og einræktunin svo mikil að flestir geta rakið ættir sínar saman á svipstundu. Á Íslandi þekkja allir alla og þess vegna tala allir um alla. Kjaftasöguþjóðin mikla nýtur þess að tala um náungann og Gróa á Leiti þekkir alla með nafni. Nú er Gróa kerlingin hins vegar farin að færa sig upp á skaftið og nýtir sér nútímalega miðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það sem áður var hvíslað í laumi eða rætt á bak við luktar dyr birtist nú svart á hvítu á forsíðum slúðurblaðanna. Sjálfsögð þróun segja sumir. Siðleysi og lágkúra hrópa aðrir. Slúðurblaðamennska hefur smám saman rutt sér til rúms á Íslandi. Ekki í einni andrá heldur smátt og smátt. Þjóðin hneykslast, sýpur hveljur, fordæmir fyrirbærið en laumast til að lesa þegar enginn sér til. Einhverjir vilja einmitt réttlæta slíka blaðamennsku með þeim rökum að það sé markaður fyrir hana. Slík röksemdafærsla dugar þó skammt. Eftirspurn er ekki mælikvarði á gæði og við getum ekki boðið fólki ærumeiðingar til sölu. Við hljótum að gera þá kröfu að tillitssemi og virðing ráði ferðinni í umfjöllum fjölmiðla um einkamál fólks. Það er að segja ef fjölmiðlarnir eiga yfir höfuð að skipta sér af einkalífi fólks. Í umræðu sem þessari vakna spurningar um hlutverk fjölmiðla. Hvað eiga fjölmiðlarnir að segja okkur og hvað kemur okkur ekki við? Frétt er hægt að skilgreina sem frásögn af atburði eða fyrirbæri sem almenning varðar um og var ekki kunnugt um áður. Slík skilgreining er þó alls ekki tæmandi og ýmislegt hlýtur að teljast fréttnæmt þótt það komi almenningi ekki beinlínis við. Það að Dísa frænka sé ólétt eða að Palli á Hofi sé HIV smitaður er vissulega líka frétt. Bara í öðrum skilningi. Spurningin er hins vegar sú hvort fjölmiðlum beri skylda til að koma slíkum fréttum á framfæri. Kemur einkalíf annarra okkur við og ef svo er hvar liggja þá mörkin? Sumir segja að friðhelgi einkalífsins hefjist við skráargatið heima. Aðrir segja að einkalíf opinberrar persónu sé allt það sem persónan gerir þegar hún er ekki að sinna sínu opinbera hlutverki. Mörkin eru hins vegar alltaf óljós og ef til vill höfum við verið of dugleg við að dansa á línunni. Við bjóðum fjölmiðlunum inn í einkalíf okkar en hrindum þeim svo í burt í næstu andrá. Við sjáum ástæðu til að sjónvarpa brúðkaupinu okkar. Opnum heimilið upp á gátt fyrir Völu Matt í Innliti útliti og tökum fagnandi á móti sjónvarpsvélunum sem eru komnar til að skoða skítinn heima hjá okkur fyrir þáttinn Allt í drasli. Kannski er ekki að furða þótt mörkin séu óljós. Ýmsir telja að einkalíf opinberra persóna komi almenningi við og allir hafi beinlínis rétt á að frétta af breyskleikum þeirra. Á íslandi er hins vegar ansi hæpið að tala um opinberar persónur og tilraun blaðanna til að skapa einhvers konar elítu er hálf kjánaleg. Þekktir Íslendingar eiga ekkert skylt við elítuna sem raðar sér á forsíður erlendra slúðurblaða. Þess vegna getum við ekki réttlætt slíka blaðamennsku með þeim rökum að hún tíðkist í útlöndum. Við getum ekki bara hermt eftir forsíðufréttum útlendinganna og lagt Bubba Morthens og Brad Pitt að jöfnu. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að fræga fólkið á Íslandi er ekkert sérstaklega merkilegt. Það er bara eins og þú og ég. Það býr í sömu hverfum, verslar í sömu matvörubúðum og börnin þeirra ganga í sömu skóla og börnin okkar. Fyrirsætan á forsíðu tímaritsins er kannski frænka þín og bróðir þinn er söngvari í frægustu hljómsveit landsins. Fræga fólkið í útlöndum hefur sína eigin menningu og sitt eigið samfélag. Það sendir börnin sín í skóla með öllum hinum ríku og frægu börnunum og brynjar sig frá almúganum. Hér eru stjörnurnar ekki svona ósnertanlegar. Við mætum þeim á hverjum degi og lifum og hrærumst í sama veruleika. Þess vegna verður slúður um íslenskar stjörnur aldrei neitt annað en slúður um nágrannann. Og nágrannaslúður á lítið erindi í fjölmiðla. Ærumeiðingar eru ekkert grín og alvarleiki málsins er flestum ljós. Hins vegar getur maður vart annað en brosað út í annað. Þetta slúðurfrétta brölt Íslendinga er nefnilega dálítið hlægilegt. Það er eitthvað svo hjákátlegt að standa við kassann í Bónus og sjá þar forsíðufrétt um það að konan í næsta húsi hafi kannski haldið fram hjá manninum sínum eða að frændi hans Gumma á Hverfisgötunni sé búinn að missa 30 kíló. Smáborgarahátturinn hreinlega æpir á mann! Hvar annars staðar í 300 þúsund manna samfélagi myndi einhverjum detta til hugar að gefa út svona blöð? Fræga fólkið hér á landi hlýtur að vera óvenju frægt miðað við höfðatölu og útlendingarnir sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við emja af hlátri. Það er nefnilega bráðfyndið að einhvers staðar norður í ballarhafi skuli búa agnarsmá fiskimannaþjóð sem heldur úti tveimur, jafnvel þremur, tímaritum sem snúast um það eitt að slúðra um náungann. Goðsögnin um kjaftasöguþjóðina miklu virðist vera á rökum reist. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar