Duran Duran lofa góðri skemmtun 29. júní 2005 00:01 Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“ Tónlist Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“
Tónlist Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira