Duran Duran lofa góðri skemmtun 29. júní 2005 00:01 Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“ Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld. Liðsmenn Duran Duran komu í einkaþotu frá Stokkhólmi þar sem þeir voru með tónleika og lentu þeir á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag. Vel lá á þeim við komuna til landsins og sögðust þeir spenntir fyrir tónleikana í Egilshöll annað kvöld. Þegar hafa um tíu þúsund miðar selst á tónleikana. Simon Le Bon sagði að Ísland hefði lengi verið á óskalistanum hjá þeim, en þeir hefðu á sínum tíma ekki haft tækifæri til að fara til allra þeirra staða sem þá langaði til. Hann sagði að það væri alltaf spennandi að koma á nýja staði. Það er eitt það besta við að vera í hljómsveit maður fær að ferðast og sjá nýja staði og þetta er nýr staður. Ekki bara hljómsveitina í heild, heldur erum við allir að koma hér í fyrsta sinn. Svo breyttist hljómsveitin auðvitað. Við Nick og John vorum einir eftir og vorum mest í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Nú erum við allir fimm komnir saman aftur og okkur fannst tilvalið að koma hingað núna. Duran Duran lofar áhorfendum skemmtilegum tónleikum og ætlar sveitin að taka gamla slagara í bland við ný lög. Spurðir um hvort þeir væru þreyttir á að vera sífellt tengdir við níunda áratuginn sögðu þeir: „Nei níundi áratugurinn á stóran þátt í upphafi okkar. Maður tengir listamenn alltaf við tímabilið þegar þeir hefja ferilinn. T.d. David Bowie á áttunda áratugnum og Bítlarnir á þeim sjöunda. En okkur finnst við ekki vera fastir á níunda áratugnum. Kannski hugsa aðrir svoleiðis um hljómsveitina því fólk nýtur þess að rifja upp þessa tíma. Allir sem eru fastir á níunda áratugnum eru velkomnir á tónleikana og líka þeir sem eru fastir á þeim áttuna eða þeim tíunda.“
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira