Heilsugæslan neydd á brott 21. júní 2005 00:01 Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Hafinn er undirbúningur að flutningi Heilsugæslunnar í Reykjavík úr húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, að sögn Guðmundar Einarssonar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. "Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa," segir Guðmundur. "En það er sameign ríkis og borgar og þetta er niðurstaða þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarðanir sem teknar eru." Guðmundur sagði að ekki gæti heitið að menn væru farnir að leita að nýju húsnæði. Mikil starfsemi væri í Heilsuverndarstöðinni og réttan undirbúning þyrfti áður en það væri hægt. "Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vandlega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til að það liggi sérstaklega á því." Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkrunar við Grensásveg nýtt húsnæði, að sögn Guðmundar. Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. "Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins," sagði Guðmundur. "Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýsingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega umfjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skilgreiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum af því meir en óhjákvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira