Skýlir sér á bak við embættismenn 13. júní 2005 00:01 Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra skýla sér á bak við embættismenn og víkja sér undan pólitískri ábyrgð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið sé að líkindum fallið um sjálft sig komist Ríkisendurskoðun að því að ráðherrann hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu bankanna. Ríkisendurskoðandi kynnir fjárlaganefnd Alþingis úrskurð sinn um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagðist ætla að kynna nefndinni niðurstöðu sína þegar hún lægi fyrir. Líklegt er að það verði gert á fundi nefndarinnar klukkan ellefu á morgun. Halldór Ásgrímsson ætlar að svara spurningum fréttamanna þegar niðurstaðan liggur fyrir. Stjórnarandstaðan telur hins vegar að ráðherrann sé að skýla sér bak við embættismenn. Málið snúist fyrst og fremst um hina pólitísku ábyrgð. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Halldór verði að gefa þjóðinni skýringar á því sem fram er komið. Eins og málið líti út núna hefðu margir þurft að segja af sér víðast hvar í Vestur-Evrópu við þessar aðstæður. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir viðbrögð forsætisráðherra að öllum líkindum velta á því hversu alvarlegt honum þyki sjálfum að málið sé. Hann hafi kosið að bíða eftir úrskurði Ríkisendurskoðunar og það sé hans réttur. Gunnar telur að ef Halldór hefði talið að úrskurðurinn verði honum óhagstæður í einhverjum verulegum atriðum, þá hefði hann haldið að skynsamlegt væri að gera strax hreint fyrir sínum dyrum og spila málið út frá því. „En ég veit auðvitað ekki hvernig hann hugsar það mál,“ segir Gunnar. Aðspurður um hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um málið segir Gunnar hana auðvitað bæra til þess út frá sínum forsendum, s.s. hinu lagalega samhengi, en ekki hvað varðar pólitíska ábyrgð. Sú ábyrgð sé þó matskennd að nokkru leyti. „Í hinu íslenska stjórnkerfi er í raun og veru mjög erfitt að koma fram pólitískri ábyrgð á hendur ráðherrum því þeir byggja á meirihluta þingsins þannig að ef þeir hafa ekki beinlínis brotið lög eða framið eitthvað sem mjög erfitt eða óhugsandi er að verja, þá hafa þeir í langsamlega flestum tilvikum geta setið af sér gagnrýni,“ segir Gunnar. Hann býst því við að málið falli niður ef Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra hafi verið í fullum rétti. Í Fréttablaðinu í morgun er haft eftir lögmanni S-hópsins að mistök endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og Touche hafi orðið til þess að eignarhaldsfélagið Hesteyri var sagt vera í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en helmings eignarhlutar fjölskyldufyrirtæksis Halldórs Ásgrímssonar var ekki getið í bréfi til einkavæðinganefndar. Hesteyri var stærsti hluthafinn í Keri sem var í S-hópnum sem keypti Búnaðarbankann. Kristinn segir að bréfið hafi verið skrifað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum og hafi því ekki haft neina þýðingu í þessu sambandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra skýla sér á bak við embættismenn og víkja sér undan pólitískri ábyrgð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið sé að líkindum fallið um sjálft sig komist Ríkisendurskoðun að því að ráðherrann hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu bankanna. Ríkisendurskoðandi kynnir fjárlaganefnd Alþingis úrskurð sinn um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagðist ætla að kynna nefndinni niðurstöðu sína þegar hún lægi fyrir. Líklegt er að það verði gert á fundi nefndarinnar klukkan ellefu á morgun. Halldór Ásgrímsson ætlar að svara spurningum fréttamanna þegar niðurstaðan liggur fyrir. Stjórnarandstaðan telur hins vegar að ráðherrann sé að skýla sér bak við embættismenn. Málið snúist fyrst og fremst um hina pólitísku ábyrgð. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Halldór verði að gefa þjóðinni skýringar á því sem fram er komið. Eins og málið líti út núna hefðu margir þurft að segja af sér víðast hvar í Vestur-Evrópu við þessar aðstæður. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir viðbrögð forsætisráðherra að öllum líkindum velta á því hversu alvarlegt honum þyki sjálfum að málið sé. Hann hafi kosið að bíða eftir úrskurði Ríkisendurskoðunar og það sé hans réttur. Gunnar telur að ef Halldór hefði talið að úrskurðurinn verði honum óhagstæður í einhverjum verulegum atriðum, þá hefði hann haldið að skynsamlegt væri að gera strax hreint fyrir sínum dyrum og spila málið út frá því. „En ég veit auðvitað ekki hvernig hann hugsar það mál,“ segir Gunnar. Aðspurður um hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um málið segir Gunnar hana auðvitað bæra til þess út frá sínum forsendum, s.s. hinu lagalega samhengi, en ekki hvað varðar pólitíska ábyrgð. Sú ábyrgð sé þó matskennd að nokkru leyti. „Í hinu íslenska stjórnkerfi er í raun og veru mjög erfitt að koma fram pólitískri ábyrgð á hendur ráðherrum því þeir byggja á meirihluta þingsins þannig að ef þeir hafa ekki beinlínis brotið lög eða framið eitthvað sem mjög erfitt eða óhugsandi er að verja, þá hafa þeir í langsamlega flestum tilvikum geta setið af sér gagnrýni,“ segir Gunnar. Hann býst því við að málið falli niður ef Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra hafi verið í fullum rétti. Í Fréttablaðinu í morgun er haft eftir lögmanni S-hópsins að mistök endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og Touche hafi orðið til þess að eignarhaldsfélagið Hesteyri var sagt vera í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en helmings eignarhlutar fjölskyldufyrirtæksis Halldórs Ásgrímssonar var ekki getið í bréfi til einkavæðinganefndar. Hesteyri var stærsti hluthafinn í Keri sem var í S-hópnum sem keypti Búnaðarbankann. Kristinn segir að bréfið hafi verið skrifað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum og hafi því ekki haft neina þýðingu í þessu sambandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira