Rannsókn sé stórpólitísk tíðindi 10. júní 2005 00:01 Stjórnarandstaðan kallar það stórpólitísk tíðindi að Ríkisendurskoðandi dragi í efa hæfi forsætisráðherra þegar tekin var ákvörðun um sölu ríkisbankanna. Formaður Vinstri - grænna segir að það yrði ekki einungis áfellisdómur yfir forsætisráðherra, yrði hann talinn vanhæfur, heldur einnig yfir fyrri störf Ríkisendurskoðunar. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í málinu eftir að ríkisendurskoðandi ákvað að skoða mögulegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það stórmál að sjálfur forsætisráðherra hafi hugsanlega ekki verið hæfur til að fjalla um sölu bankanna í ráðherranefnd um einkavæðingu. Þá er það einnig mat Steingríms að Ríkisendurskoðun sé komin í vægast sagt óþægilega stöðu í málinu. Hann segir stofnunina meira og minna farna að endurskoða eigin verk og fyrri niðurstöður. Ríkisendurskoðun hafi skilað frá sér að minnsta kosti í tvígang skýrslum og svo álitsgerðum eða minnisblöðum og mætt fyrir þingnefndir þar sem hún hafi talið þessi mál upplýst. „Það mun vera svo seint sem á fundi fjárlaganefndar á miðvikudaginn sem Ríkisendurskoðun taldi ekki ástæðu til þess að kanna frekar m.a. þennan þátt um mögulegt vanhæfi forsætisráðherra,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvort hann telji Ríkisendurskoðun vanhæfa til þess að halda áfram með málið neitar Steingrímur því en segist fyrst og fremst að benda á staðan hljóti að teljast erfið fyrir ríkisendurskoðanda. „Segjum nú að hann kæmist að alveg nýrri og óvæntri niðurstöðu sem væri þvert á fyrri niðurstöður og fyrri skýrslur. Þá er væri verið að fella áfellisdóm yfir þeim verkum,“ segir Steingrímur. Því verður að mati Steingríms og annarra forystumanna í stjórnarandstöðuflokkunum að fara fram óháð rannsókn á málinu í eitt skipti fyrir öll. „Og alveg sérstaklega ættu auðvitað forkólfar ríkisstjórnarinnar, ráðherrar í nefnd um einkavæðingu og þeir sem eiga beina aðild að þessu máli, að fara fram á slíky,“ segir Steingrímur. Steingrímur telur að réttast sé að láta niðurstöðu Ríkisendurskoðunar verða næsta skref í málinu en leggur áherslu á það snúist um miklu meira en bara persónuleg tengsl Halldórs Ásgrímssonar. Hann segir margt fleira óupplýst í málinu sem snúi að stjórnarflokkunum báðum. Þess vegna geti niðurstaða Ríkisendurskoðunar varðandi hugsanlegt vanhæfi forsætisráðherra aldrei orðið neinn endapunktur í málinu. Málið eigi rætur mun víðar og og pólitískir og siðferðilegir þættir þess teygi sig víða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Stjórnarandstaðan kallar það stórpólitísk tíðindi að Ríkisendurskoðandi dragi í efa hæfi forsætisráðherra þegar tekin var ákvörðun um sölu ríkisbankanna. Formaður Vinstri - grænna segir að það yrði ekki einungis áfellisdómur yfir forsætisráðherra, yrði hann talinn vanhæfur, heldur einnig yfir fyrri störf Ríkisendurskoðunar. Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í dag um þá stöðu sem upp er komin í málinu eftir að ríkisendurskoðandi ákvað að skoða mögulegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það stórmál að sjálfur forsætisráðherra hafi hugsanlega ekki verið hæfur til að fjalla um sölu bankanna í ráðherranefnd um einkavæðingu. Þá er það einnig mat Steingríms að Ríkisendurskoðun sé komin í vægast sagt óþægilega stöðu í málinu. Hann segir stofnunina meira og minna farna að endurskoða eigin verk og fyrri niðurstöður. Ríkisendurskoðun hafi skilað frá sér að minnsta kosti í tvígang skýrslum og svo álitsgerðum eða minnisblöðum og mætt fyrir þingnefndir þar sem hún hafi talið þessi mál upplýst. „Það mun vera svo seint sem á fundi fjárlaganefndar á miðvikudaginn sem Ríkisendurskoðun taldi ekki ástæðu til þess að kanna frekar m.a. þennan þátt um mögulegt vanhæfi forsætisráðherra,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvort hann telji Ríkisendurskoðun vanhæfa til þess að halda áfram með málið neitar Steingrímur því en segist fyrst og fremst að benda á staðan hljóti að teljast erfið fyrir ríkisendurskoðanda. „Segjum nú að hann kæmist að alveg nýrri og óvæntri niðurstöðu sem væri þvert á fyrri niðurstöður og fyrri skýrslur. Þá er væri verið að fella áfellisdóm yfir þeim verkum,“ segir Steingrímur. Því verður að mati Steingríms og annarra forystumanna í stjórnarandstöðuflokkunum að fara fram óháð rannsókn á málinu í eitt skipti fyrir öll. „Og alveg sérstaklega ættu auðvitað forkólfar ríkisstjórnarinnar, ráðherrar í nefnd um einkavæðingu og þeir sem eiga beina aðild að þessu máli, að fara fram á slíky,“ segir Steingrímur. Steingrímur telur að réttast sé að láta niðurstöðu Ríkisendurskoðunar verða næsta skref í málinu en leggur áherslu á það snúist um miklu meira en bara persónuleg tengsl Halldórs Ásgrímssonar. Hann segir margt fleira óupplýst í málinu sem snúi að stjórnarflokkunum báðum. Þess vegna geti niðurstaða Ríkisendurskoðunar varðandi hugsanlegt vanhæfi forsætisráðherra aldrei orðið neinn endapunktur í málinu. Málið eigi rætur mun víðar og og pólitískir og siðferðilegir þættir þess teygi sig víða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira