Vilja fjármuni til varnar MÓSU 2. júní 2005 00:01 Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Vá er fyrir dyrum á Norðurlöndum vegna mikillar aukningar á fjölónæmum bakteríum, ef ekki verður að gert. Þetta er niðurstaða vinnuhóps norrænna sýklafræðinga og smitsjúkdómalækna. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala-háskólasjúkrahúss, segir þetta ekki koma á óvart því menn hefðu vitað hvert stefndi. Í skýrslu vinnuhópsins kemur fram að staðan er langverst í Finnlandi. Hér á landi var ástandið nokkuð stöðugt á árunum 1986-1999 með 0-5 ný tilvik á ári. Aukningar á þessum fjölónæmu bakteríum varð vart hér á árunum 2000-2002, en á næstu tveimur árum fækkaði sýkingum aftur. Á þessu ári hefur MÓSA-sýkingum fjölgað hér á nýjan leik og á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru þau orðin 16 á móti 8 í fyrra. "Ef ekkert yrði gert að frekar en við gerum í dag, myndum við enda líkt og hinar Evrópuþjóðirnar sem eru í verulegum vandræðum með þessa bakteríu," sagði Karl. "Við viljum ekki fara í það far því þegar þessar bakteríur eru einu sinni orðnar landlægar á spítölum er mjög erfitt að uppræta þær." Karl sagði að vinnuhópurinn hefði sent niðurstöður sína til heilbrigðisyfirvalda allra Norðurlandanna. "Tilgangurinn er að fá stjórnmálamenn og almenning í lið með okkur," sagði hann enn fremur. "Það mun kosta meiri peninga að halda í horfinu en við erum að eyða í varnir í dag. Það þarf að samhæfa reglurnar milli Norðurlandanna. Það þurfa að vera skýrar reglur um leit og einangrun á MÓSA-tilfellum. Aðstæður eru víða slæmar. Það skortir einangrunarherbergi á sjúkrahúsum og samræmda eftirfylgni með reglunum." Karl kvaðst ekki geta sagt til um hver kostnaðurinn gæti orðið við nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Í hugmyndum um nýtt sjúkrahús LSH væri gert ráð fyrir einmenningsherbergjum að stærstum hluta, sem væri mjög þýðingarmikið. Fram að því þyrfti að gera ráð fyrir kostnaðarsömum aðgerðum til að mynda með leit að MÓSA-bakteríunni, einangrunarvist fyrir þá sem væru með hana og jafnvel að loka deildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira