Ríkisstjórn leysi byggðavanda 2. júní 2005 00:01 Hátt í 140 manns hefur verið sagt upp eða verður sagt upp á næstunni hjá fjórum fyrirtækjum á landsbyggðinni. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, telur ríkisstjórnina þurfa að finna lausnir til að viðhalda byggð í landi. Bílddælingur á Bíldudal hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, um 50 talsins. Skinney Þinganes hefur tilkynnt lokun frystihússins á Reyðarfirði en þar hafa starfað hátt í 20 manns. 32 hefur verið sagt upp hjá Samherja á Stöðvarfirði og Skinnaiðnaður á Akureyri ætlar að segja upp um 40 manns frá og með næstu mánaðarmótum. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ástandið dapurlegt en bendir á að þetta sé ekki bara þróunin hér á landi. En hver er ástæðan fyrir þessum breytingum? Skúli segir að bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu séu fyrirtæki að stækka. Á Íslandi séu fiskvinnslufyrirtækin að stækka og þeim að fækka og það bitni á minni stoðum. Samkeppnin leiði til þess að sumir staðir verði undir en aðrir stækki og þar verði til fleiri störf. Skúli segir gott dæmi um breytingar vera á Austfjörðum. Hann bendir á að Norðfjörður, Reyðarfjörður og Egilsstaðir sé öflugur byggðarkjarni og fari vaxandi. Nú sé hins vegar ekki lengur að mestu um fisk að ræða eins og áður hefur verið. Þjóðfélagsbreytingarnar séu einfaldlega mjög örar. Einhæfari störfin flytjist annað og fataiðnaðurinn sé til að mynda nánast horfinn úr Evrópu austur til Asíu og þangað hafi skóiðnaðurinn líka farið. Þetta sé sá veruleiki sem við blasi. Skúli segir að auðvitað þurfi menn að hafa áhyggjur af málunum. Ekki sé hægt að sitja hjá aðgerðalaus því eitthvað þurfi að koma í staðinn. Skúli segir þó aðra möguleika vera til staðar, til dæmis sé landið orkuríkt. Hann telur möguleika í aukinni menntun og sérhæfingu í matvælaiðnaði eins og fiski. En er þetta þá kannski ekkert til að hafa áhyggjur af? Skúli segir alltaf dapurlegt þegar fólk missi störfin sín og við því verði að bregðast í þjóðfélaginu. Það sé Starfsgreinasambandsins að taka þátt í umræðum um það en það hafi engar einfaldar lausnir í þeim efnum. Það sé ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að halda byggð í landinu með einhverjum aðgerðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Hátt í 140 manns hefur verið sagt upp eða verður sagt upp á næstunni hjá fjórum fyrirtækjum á landsbyggðinni. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, telur ríkisstjórnina þurfa að finna lausnir til að viðhalda byggð í landi. Bílddælingur á Bíldudal hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, um 50 talsins. Skinney Þinganes hefur tilkynnt lokun frystihússins á Reyðarfirði en þar hafa starfað hátt í 20 manns. 32 hefur verið sagt upp hjá Samherja á Stöðvarfirði og Skinnaiðnaður á Akureyri ætlar að segja upp um 40 manns frá og með næstu mánaðarmótum. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ástandið dapurlegt en bendir á að þetta sé ekki bara þróunin hér á landi. En hver er ástæðan fyrir þessum breytingum? Skúli segir að bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu séu fyrirtæki að stækka. Á Íslandi séu fiskvinnslufyrirtækin að stækka og þeim að fækka og það bitni á minni stoðum. Samkeppnin leiði til þess að sumir staðir verði undir en aðrir stækki og þar verði til fleiri störf. Skúli segir gott dæmi um breytingar vera á Austfjörðum. Hann bendir á að Norðfjörður, Reyðarfjörður og Egilsstaðir sé öflugur byggðarkjarni og fari vaxandi. Nú sé hins vegar ekki lengur að mestu um fisk að ræða eins og áður hefur verið. Þjóðfélagsbreytingarnar séu einfaldlega mjög örar. Einhæfari störfin flytjist annað og fataiðnaðurinn sé til að mynda nánast horfinn úr Evrópu austur til Asíu og þangað hafi skóiðnaðurinn líka farið. Þetta sé sá veruleiki sem við blasi. Skúli segir að auðvitað þurfi menn að hafa áhyggjur af málunum. Ekki sé hægt að sitja hjá aðgerðalaus því eitthvað þurfi að koma í staðinn. Skúli segir þó aðra möguleika vera til staðar, til dæmis sé landið orkuríkt. Hann telur möguleika í aukinni menntun og sérhæfingu í matvælaiðnaði eins og fiski. En er þetta þá kannski ekkert til að hafa áhyggjur af? Skúli segir alltaf dapurlegt þegar fólk missi störfin sín og við því verði að bregðast í þjóðfélaginu. Það sé Starfsgreinasambandsins að taka þátt í umræðum um það en það hafi engar einfaldar lausnir í þeim efnum. Það sé ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að halda byggð í landinu með einhverjum aðgerðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira