Dómstólar eiga síðasta orðið 20. maí 2005 00:01 "Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
"Dómstólarnir eiga síðasta orðið. Það fer ekkert á milli mála í réttarríki eins og því sem við búum í," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur. Hann sagði ekki gerlegt að tjá sig um mál hennar. Það væri afar viðkvæmt sem mál tiltekins einstaklings og væri þar að auki í meðferð hjá dómstólum. Ráðuneytið synjaði Lilju, sem er einhleyp, þann 21. júlí 2004 um að ættleiða barn frá Kína. Mál hennar hafði þá verið í ferli, sem hófst þar, frá því 28. febrúar 2003. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti með því að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneytið leitaði álits ættleiðinganefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar, þrátt fyrir að fyrirliggjandi væri ítarlegt læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Hún vildi ekki una synjun ráðuneytisins og er málið nú fyrir héraðsdómi. Spurður hvort algengt væri að ráðuneytið hafnaði umsóknum um ættleiðingar sagði Þorsteinn að svo væri ekki. Fólk aflaði sér yfirleitt upplýsinga um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla. Hvað varðaði heilsufarsþátt umsækjenda væri gerð krafa um að þeir væru við góða heilsu. Í breyttri reglugerð um ættleiðingar frá því í febrúar 2005 væri ítarleg lýsing á því sem miðað væri við. "Þar eru nefndir sjúkdómar og líkamsástand sem þarf að taka tillit til í þessu sambandi. Reglurnar sem varða þessa þætti gilda einnig á hinum Norðurlöndunum og áreiðanlega víðar," sagði Þorsteinn. "Allt er þetta tilkomið vegna réttinda, öryggis og hamingju barnsins sem á að fara að ættleiða. Það er í fyrirrúmi." Spurður hvort öryggisreglum þætti ekki fullnægt hvað varðaði einhleypa umsækjendur með því að þeim væri gert að útvega trausta stuðningsfjölskyldu, sem gæti hlaupið undir bagga ef eitthvað kæmi upp á, sagði Þorsteinn að fyrst og fremst skiptu þeir máli sem væru að ættleiða. Taka þyrfti tillit til margra þátta. Allir hefðu þeir vægi og ef einhverjir væru alveg á mörkum færu líkurnar til leyfisveitingar að minnka. Engin tvö tilvik væru eins og meta yrði hvert þeirra fyrir sig með heildrænum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira