Fáar konur í stjórnum innan ASÍ 19. maí 2005 00:01 Konur skipa aðeins níu af 66 stjórnarsætum í þeim landssamböndum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar nema í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Sex landssambönd eiga aðild að ASÍ. Segja má að jafnréttið sé mest hjá Landssambandi íslenskra verzlunarmanna þar sem sex karlar og fimm konur skipa stjórnina en þó er rétt að taka fram að konur eru rúm 62 prósent félagsmanna. Hjá Sjómannasambandinu, Rafiðnaðarsambandinu og MATVÍS er hins vegar engin kona í stjórn. Ein kona er í tólf manna stjórn Samiðnar og þrjár í þrettán manna stjórn Starfsgreinasambandsins þar sem konur eru 57 prósent félagsmanna. Konur eru alls rétt tæpur helmingur félagsmanna í þessum landssamböndum en aðeins 14 prósent stjórnarmanna. Ef allt er lagt saman má segja að kynjahallinn, það er fjöldi karla í stjórnum umfram hlutfall félaga í samböndunum, sé rúm 35 prósent. Það er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, nemi í stjórnmála- og viðskiptafræði, sem stendur að rannsókninni og eru tölurnar frá árinu 2004. En hvað segir Alþýðusamband Íslands við þessu sláandi hlutfalli? Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að forsvarsmenn ASÍ hafi ekki séð niðurstöðurnar en þeir viti að kynjahlutfall í mörgum stjórnum aðildarfélaga ASÍ og þeim stofnunum sem ASÍ eigi aðild að séu ekki í samræmi við fjölda félagsmanna og þar halli mjög á konur. Á síðasta ársfundi ASÍ hafi sérstaklega verið ályktað um þessi mál og óskað eftir því að sambandið hefði frumkvæði að því að móta jafnréttisstefnu sem hefði það m.a. að markmiði að bæta úr þessu. Halldór segi nýbúið að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins sem sinna eigi þessum málaflokki. Aðspurður hvort hann vonist til að þetta hlutfall breytist í nánust framtíð segir Halldór að sambandið bæði vonist til þess og ætli að vinna að því með markvissum hætti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Konur skipa aðeins níu af 66 stjórnarsætum í þeim landssamböndum sem aðild eiga að Alþýðusambandi Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar nema í stjórnmála- og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Sex landssambönd eiga aðild að ASÍ. Segja má að jafnréttið sé mest hjá Landssambandi íslenskra verzlunarmanna þar sem sex karlar og fimm konur skipa stjórnina en þó er rétt að taka fram að konur eru rúm 62 prósent félagsmanna. Hjá Sjómannasambandinu, Rafiðnaðarsambandinu og MATVÍS er hins vegar engin kona í stjórn. Ein kona er í tólf manna stjórn Samiðnar og þrjár í þrettán manna stjórn Starfsgreinasambandsins þar sem konur eru 57 prósent félagsmanna. Konur eru alls rétt tæpur helmingur félagsmanna í þessum landssamböndum en aðeins 14 prósent stjórnarmanna. Ef allt er lagt saman má segja að kynjahallinn, það er fjöldi karla í stjórnum umfram hlutfall félaga í samböndunum, sé rúm 35 prósent. Það er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, nemi í stjórnmála- og viðskiptafræði, sem stendur að rannsókninni og eru tölurnar frá árinu 2004. En hvað segir Alþýðusamband Íslands við þessu sláandi hlutfalli? Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að forsvarsmenn ASÍ hafi ekki séð niðurstöðurnar en þeir viti að kynjahlutfall í mörgum stjórnum aðildarfélaga ASÍ og þeim stofnunum sem ASÍ eigi aðild að séu ekki í samræmi við fjölda félagsmanna og þar halli mjög á konur. Á síðasta ársfundi ASÍ hafi sérstaklega verið ályktað um þessi mál og óskað eftir því að sambandið hefði frumkvæði að því að móta jafnréttisstefnu sem hefði það m.a. að markmiði að bæta úr þessu. Halldór segi nýbúið að ráða starfsmann á skrifstofu sambandsins sem sinna eigi þessum málaflokki. Aðspurður hvort hann vonist til að þetta hlutfall breytist í nánust framtíð segir Halldór að sambandið bæði vonist til þess og ætli að vinna að því með markvissum hætti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira