Skuggaleg skuldaauking borgarinnar 17. maí 2005 00:01 "Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar en önnur umræða um ársreikning borgarinnar fyrir síðasta ár fór fram í gær. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orðum Vilhjálms fælust harðar ásakanir á alla þá óháðu endurskoðendur sem hann yfirfóru og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn benti á að á rúmum tíu árum hafi skuldir samstæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 milljarða á síðasta ári sem eitt og sér væri nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niðurstaða skuggaleg. Samkvæmt útreikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R-listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða Skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeiningum. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgarinnar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
"Það er skylda okkar í minnihlutanum að gera borgarbúum ljóst hversu alvarleg staða hefur skapast undir óstjórn R-listans," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann fór hörðum orðum um sívaxandi skuldahala Reykjavíkurborgar en önnur umræða um ársreikning borgarinnar fyrir síðasta ár fór fram í gær. Við umræðuna sakaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Vilhjálm um að hafa farið með dylgjur við fyrri umræðu málsins og sagði Vilhjálm ekki hafa fært nein dæmi um þá óreiðu sem hann telur vera í þeim ársreikningi sem lagður var fram. Sagði hún að í orðum Vilhjálms fælust harðar ásakanir á alla þá óháðu endurskoðendur sem hann yfirfóru og aðra þá sem að honum komu. Vilhjálmur svaraði því til að tekið hefði verið fram í gagnrýni sinni að hún ætti við um yfirstjórn borgarmála, R-listann, en ekki aðra enda væri ábyrgð þar og hana þyrftu menn að axla. Sjálfstæðismenn benti á að á rúmum tíu árum hafi skuldir samstæðu borgarinnar í heild vaxið úr fjórum milljörðum króna í 56 milljarða á síðasta ári sem eitt og sér væri nógu slæmt en með tilliti til þess að tekjur borgarinnar á sama tíma hafi margfaldast sé þessi niðurstaða skuggaleg. Samkvæmt útreikningum á rekstrarniðurstöðu fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld á hvern íbúa á síðasta ári hafi Reykjavík, eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sýnt neikvæða stöðu. Dæmin sýni þannig og sanni að stjórnsýsla R-listans sé í uppnámi Sjálfstæðismenn notuðu tækifærið áður en umræðan hófst og opnuðu svokallaða Skuldaklukku á vefsíðunni betriborg.is en sú klukka mælir skuldaaukningu borgarinnar í ýmsum tímaeiningum. Samkvæmt henni aukast skuldir heildarsamstæðu borgarinnar um rúmar 26 milljónir króna á hverjum degi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira