Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns 14. maí 2005 00:01 Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Á heimasíðu Frjálslynda flokksins tjáir Sigurlín Margrét sig um brotthvarf Gunnars úr flokknum. "Mér varð eins og flestum brugðið, get svo sem vel ímyndað mér að jafnavel harðasta sjálfstæðismanni hafi líka verið brugðið, sér í lagi miðað við málflutning hans í garð Sjálfstæðismanna og stjórnliða almennt á þingi, síðustu daga," segir Sigurlín Margrét. Hún segir það almenna skoðun að svona eigi menn ekki að gera. Nái sannfæring þeirra ekki að samræmast þeirri stefnu sem þeir voru kosnir á þing fyrir, eigi þeir einfaldlega að segja af sér og bíða eftir næstu umferð í nýjum flokki, þar sem sannfæring þeirra sameinist stefnu þess flokks sem þeir hafa valið sér. "Kjósendur hér í Suðvesturkjördæmi gáfu Gunnari umboð með atkvæði sínu til að berjast gegn viðloðandi stefnu í fiskveiðimálum, sem og öðrum málum sem ekki er var full sátt um. Ég lít svo á að þingsætið sé eign kjósenda í Suðvesturkjördæmi, ekki persónuleg eign Gunnars. Mér finnst hann þar með engan rétt hafa til að ráðstafa því eftir eigin geðþótta, - jafnvel þó hann hafi skipt um skoðun," segir Sigurlín Margrét á heimasíðu Frjálslynda flokksins. "Staða mín eftir brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokkinum er sú að ég er enn réttkjörin varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæminu. Með þetta í huga og ef sú staða kemur upp að ég komi inn ef Gunnar forfallast, þá mun ég koma inn sem varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Það hefur ekki hvarflað að mér að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn, mér fyndist ég væri að svíkja kjósendur ef ég gerði það og ætla mér ekki að gera það", segir Sigurlín Margrét. Sjá nánar á heimasíðu Frjálslynda flokksins Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Á heimasíðu Frjálslynda flokksins tjáir Sigurlín Margrét sig um brotthvarf Gunnars úr flokknum. "Mér varð eins og flestum brugðið, get svo sem vel ímyndað mér að jafnavel harðasta sjálfstæðismanni hafi líka verið brugðið, sér í lagi miðað við málflutning hans í garð Sjálfstæðismanna og stjórnliða almennt á þingi, síðustu daga," segir Sigurlín Margrét. Hún segir það almenna skoðun að svona eigi menn ekki að gera. Nái sannfæring þeirra ekki að samræmast þeirri stefnu sem þeir voru kosnir á þing fyrir, eigi þeir einfaldlega að segja af sér og bíða eftir næstu umferð í nýjum flokki, þar sem sannfæring þeirra sameinist stefnu þess flokks sem þeir hafa valið sér. "Kjósendur hér í Suðvesturkjördæmi gáfu Gunnari umboð með atkvæði sínu til að berjast gegn viðloðandi stefnu í fiskveiðimálum, sem og öðrum málum sem ekki er var full sátt um. Ég lít svo á að þingsætið sé eign kjósenda í Suðvesturkjördæmi, ekki persónuleg eign Gunnars. Mér finnst hann þar með engan rétt hafa til að ráðstafa því eftir eigin geðþótta, - jafnvel þó hann hafi skipt um skoðun," segir Sigurlín Margrét á heimasíðu Frjálslynda flokksins. "Staða mín eftir brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokkinum er sú að ég er enn réttkjörin varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæminu. Með þetta í huga og ef sú staða kemur upp að ég komi inn ef Gunnar forfallast, þá mun ég koma inn sem varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Það hefur ekki hvarflað að mér að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn, mér fyndist ég væri að svíkja kjósendur ef ég gerði það og ætla mér ekki að gera það", segir Sigurlín Margrét. Sjá nánar á heimasíðu Frjálslynda flokksins
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira