Fangar fara einir í flug 9. maí 2005 00:01 Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira