San Antonio 1 - Seattle 0 9. maí 2005 00:01 San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Spurs voru grimmir strax í byrjun leiks og Tony Parker skoraði þrjár fyrstu körfur liðsins með gegnumbrotum og þannig skoraði liðið flest sín stig í fyrsta fjórðungnum. Forysta Spurs var þegar orðin þægileg í öðrum leikhluta, þegar þeir Ray Allen og Vladimir Radmanovic sneru báðir á sér ökklann með tveggja mínútna millibili og gátu ekki komið meira við sögu í leiknum. San Antonio náði fljótlega eftir þessa blóðtöku í liði gestanna, yfir 30 stiga forskoti og litu aldrei til baka eftir það. Hinir meiddu leikmenn Seattle fóru báðir í myndatöku eftir leikinn og eru ekki alvarlega meiddir, en það mun taka þá nokkra daga að jafna sig og því er lið Seattle komið í mjög erfiða stöðu í einvígi, sem fyrirfram var álitið þeim erfitt. "Það er okkur mikið áfall að missa Ray Allen, en ég mun gera mitt besta til að fylla í skarð hans eins og aðrir í liðinu," sagði Jerome James hjá Seattle. "Það að missa Allen er þeim mikil blóðtaka, líkt og ef við myndum missa Tim Duncan," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, "Hann er þeim gríðarlega mikilvægur." Robert Horry hjá San Antonio lék sinn 181. leik í úrslitakeppni á ferlinum í gær og komst í níunda sæti yfir leikjahæstu menn í úrslitakeppni frá upphafi. Nick Collison hjá Seattle skoraði þriggja stiga körfu frá vítalínunni á sínum vallarhelmingi þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tony Parker 29 stig, Tim Duncan 22 stig (9 frák, 5 stoðs), Glenn Robinson 16 stig (5 frák), Brent Barry 11 stig, Manu Ginobili 10 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Seattle:Rashard Lewis 19 stig, Antonio Daniels 15 stig, Nick Collison 9 stig (7 frák), Ray Allen 8 stig, Luke Ridnour 8 stig, Ronald Murray 6 stig. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Spurs voru grimmir strax í byrjun leiks og Tony Parker skoraði þrjár fyrstu körfur liðsins með gegnumbrotum og þannig skoraði liðið flest sín stig í fyrsta fjórðungnum. Forysta Spurs var þegar orðin þægileg í öðrum leikhluta, þegar þeir Ray Allen og Vladimir Radmanovic sneru báðir á sér ökklann með tveggja mínútna millibili og gátu ekki komið meira við sögu í leiknum. San Antonio náði fljótlega eftir þessa blóðtöku í liði gestanna, yfir 30 stiga forskoti og litu aldrei til baka eftir það. Hinir meiddu leikmenn Seattle fóru báðir í myndatöku eftir leikinn og eru ekki alvarlega meiddir, en það mun taka þá nokkra daga að jafna sig og því er lið Seattle komið í mjög erfiða stöðu í einvígi, sem fyrirfram var álitið þeim erfitt. "Það er okkur mikið áfall að missa Ray Allen, en ég mun gera mitt besta til að fylla í skarð hans eins og aðrir í liðinu," sagði Jerome James hjá Seattle. "Það að missa Allen er þeim mikil blóðtaka, líkt og ef við myndum missa Tim Duncan," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, "Hann er þeim gríðarlega mikilvægur." Robert Horry hjá San Antonio lék sinn 181. leik í úrslitakeppni á ferlinum í gær og komst í níunda sæti yfir leikjahæstu menn í úrslitakeppni frá upphafi. Nick Collison hjá Seattle skoraði þriggja stiga körfu frá vítalínunni á sínum vallarhelmingi þegar flautan gall í lok þriðja leikhluta. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tony Parker 29 stig, Tim Duncan 22 stig (9 frák, 5 stoðs), Glenn Robinson 16 stig (5 frák), Brent Barry 11 stig, Manu Ginobili 10 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Seattle:Rashard Lewis 19 stig, Antonio Daniels 15 stig, Nick Collison 9 stig (7 frák), Ray Allen 8 stig, Luke Ridnour 8 stig, Ronald Murray 6 stig.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira