Dallas 3 - Houston 3 6. maí 2005 00:01 Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira