Orkustofnun í dekri hjá ríkinu 2. maí 2005 00:01 Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira