Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi 30. apríl 2005 00:01 Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið. Það hefur reyndar oft verið bent á þennan möguleika í Austur-Húnavatnssýslu enda er þetta einn hagkvæmastu kosturinn sem völ er á til styttingar hringvegarins. Í stað þess að leiðin lægi um Blönduós yrði lagður nýr vegur nokkurn veginn frá Giljá og þvert inn í miðjan Langadal með nýrri brú á Blöndu. Með aðeins sautján kílómetra löngum nýjum vegi mætti þannig stytta hringveginn um fimmtán og hálfan kílómetra og þar með myndi leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar styttast úr 389 kílómetrum niður í 374 kílómetra. Vegagerðin hefur nú stigið fyrsta skrefið en með formlegri athugasemd sem send var samvinnunefnd um svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu í febrúar var þess óskað að nýtt vegarstæði hringvegarins yrði sett inn á skipulag. Nýju leiðinni er lýst þannig að hún liggi frá Syðri-Brekku sunnan Giljár, yfir Giljá á móts við Beinakeldu og þaðan norðan Reykjabrautar og sunnan Orrastaða. Laxá yrði brúuð sunnan Hafratjarnar og Blanda við bæinn Fagranes. Svar hefur nú borist frá Austur-Húnvetningum, undirritað er af Valgarði Hilmarssyni fyrir hönd samvinnunefndar, þar sem nefndin segist ekki sjá sér fært að verða við óskum Vegagerðarinnar um að gera ráð fyrir færslu hringvegarins. Í svarbréfinu segir að það sé samdóma álit heimamanna að lega hringvegar sé á allan hátt farsælust fyrir héraðið um Blönduós. Blönduós sé aðalþjónustukjarni og miðstöð héraðsins. En Austur-Húnvetningar segja meira í svari sínu. Þeir benda Vegagerðinni á þann möguleika að færa hringveginn yfir á Þverárfjall og þaðan yfir í Hjaltadal og leggja hann þaðan um jarðgöng yfir í Barkárdal með tengingu til Akureyrar. Á þann hátt megi ná fram afar hagstæðri vegtengingu um allt Norðurland. Andstaða Austur-Húnvetninga gegn því að færa hringveginn fram hjá Blönduósi er skiljanleg í ljósi ótta þeirra við að þjónustuaðilar í bænum missi viðskipti. Þótt þessi vegstytting sé ekki komin á framkvæmdaáætlun líta Vegagerðarmenn engu að síður á þetta sem líklegt framtíðarverkefni. Þar sem Vegagerðin hefur nú gert formlega athugasemd við svæðisskipulagið þurfa bæði Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra að taka afstöðu til deilumálsins en umhverfisráðherra á lokaorðið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira