Aukin áfengisneysla ungra kvenna 27. apríl 2005 00:01 Ungar konur hafa stóraukið áfengisneyslu sína á aðeins þremur árum, eða um 28 prósent, en karlar á efri árum hafa snarminnkað drykkju sína á sama tímabili, eða um fimmtung. Þetta kemur fram í samanburði á könnunum Lýðheilsustöðvar á drykkjuvenjum Íslendinga árið 2001 og svo aftur í fyrra. Þrátt fyrir þessa miklu sókn kvenna drekka karlmenn nánast þrefalt meira áfengi en konur. Ungir karlar á aldrinum 18 til 34 ára hafa líka aukið við drykkju sína mun meir en eldri karlar, eða um 22 prósent frá fyrri könnun. Karlar og konur í þessum aldursflokki drekka nær þrefalt meira en fólk í öðrum aldurshópum en athygli vekur hve karlar snarminnka drykkjuna upp úr fimmtugu. Þá staðfestir nýjasta könnunin að Íslendingar eru orðnir bjórdrykkjuþjóð því meira er drukkið af bjór en öðru áfengi, reiknað í hreinum vínanda. Fólk drekkur líka meira af bjór í hvert skipti sem það drekkur hann á annað borð en áður. Bjórdrykkjan hefur einnig aukið tíðni áfengisneyslu samkvæmt könnuninni og gengur allt þetta þvert á það sem er að gerast í Þýskalandi, sem hefur verið talið eitt mesta bjórdrykkjuland veraldar, en þar dregur nú mjög úr bjórdrykkju. Innlent Tilveran Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ungar konur hafa stóraukið áfengisneyslu sína á aðeins þremur árum, eða um 28 prósent, en karlar á efri árum hafa snarminnkað drykkju sína á sama tímabili, eða um fimmtung. Þetta kemur fram í samanburði á könnunum Lýðheilsustöðvar á drykkjuvenjum Íslendinga árið 2001 og svo aftur í fyrra. Þrátt fyrir þessa miklu sókn kvenna drekka karlmenn nánast þrefalt meira áfengi en konur. Ungir karlar á aldrinum 18 til 34 ára hafa líka aukið við drykkju sína mun meir en eldri karlar, eða um 22 prósent frá fyrri könnun. Karlar og konur í þessum aldursflokki drekka nær þrefalt meira en fólk í öðrum aldurshópum en athygli vekur hve karlar snarminnka drykkjuna upp úr fimmtugu. Þá staðfestir nýjasta könnunin að Íslendingar eru orðnir bjórdrykkjuþjóð því meira er drukkið af bjór en öðru áfengi, reiknað í hreinum vínanda. Fólk drekkur líka meira af bjór í hvert skipti sem það drekkur hann á annað borð en áður. Bjórdrykkjan hefur einnig aukið tíðni áfengisneyslu samkvæmt könnuninni og gengur allt þetta þvert á það sem er að gerast í Þýskalandi, sem hefur verið talið eitt mesta bjórdrykkjuland veraldar, en þar dregur nú mjög úr bjórdrykkju.
Innlent Tilveran Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira