Dallas 0 - Houston 2 26. apríl 2005 00:01 Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira