10. bekkingar með í formannskjöri 25. apríl 2005 00:01 Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn. Helgi Steinar Gunnlaugsson er nemandi í 10. bekk Breiðholtsskóla. Hann er á sextánda ári og hann er líka félagi í Samfylkingunni. Hann er því einn þeirra sem tekur þátt í formannskjöri flokksins sem nú stendur yfir. Helgi segir að bekkjarbróðir hans, sem sé mjög pólitískur eins og hann sjálfur, hafi komið með lista þar sem fram hafi komið að best væri fyrir Samfylkinguna að koma Ingibjörgu Sólrúnu út. Því hafi hann verið sammála og því hafi hann skrifað sig á listann ásamt mörgum krökkum í bekknum sínum. Hann hafi ekki vitað að hann væri að skrá sig í flokkinn þótt hann sé mjög ánægður með að vera í honum núna. Helgi Steinar fékk því sendan atkvæðaseðil vegna formannskjörsins, hann er búinn að kjósa og nú ætlar hann að senda kjörseðilinn. Hann segir að viðbrögð við inngöngu í flokkinn hafi verið góð í hans bekk. Næstum allir í bekknum hafi skráð sig og þá hafi bekkjarbróðir hans líka farið í aðra bekki með listann. Einn bekkjarfélaganna hafi þó viljað skrá sig úr flokknum um leið og í ljós hafi komið að hann væri skráður í hann. Þó að unglingar eins og Helgi Steinar séu ekki komnir með kosningarétt almennt er þessi framkvæmd í samræmi við lög Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að félagar í ungum jafnaðarmönnum megi vera það frá 16 til 18 ára og sum félög ungra jafnaðarmanna hafi þær reglur að unglingar megi ganga í félagið á því ári sem þeir verði 16 ára og því sjái hann ekki annað en að þetta sé í samræmi við reglur flokksins. Að sögn Flosa er þetta arfur frá gamalli tíð þegar sjálfræðisaldurinn var 16 ár en þegar hann var hækkaður í 18 ár hafi þessu ekki verið breytt. Hann segir kjörstjórn ekki hafa fengið kvartanir vegna svona mála og hann veit ekki til að verið sé að smala í grunnskólunum. Hann hafi ekki heyrt af því en reiknar með að menn reyni að draga alla þá sem þeir telji að hafi áhuga á Samfylkingunni og framgangi hennar í flokkinn. Samfylkingarfólki hafi fjölgað um sjö þúsund fyrir kosningarnar svo það hafi verið róið á ýmis mið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Hópur barna í tíunda bekk í Breiðholtsskóla er genginn í Samfylkinguna í tengslum við formannskjörið í flokknum. Einn þeirra sem það gerði vissi ekki að hann væri að ganga í flokkinn en er hæstánægður með það eftir á. Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar segir það í samræmi við lög og reglur að fólk á sextánda ári geti gengið í flokkinn. Helgi Steinar Gunnlaugsson er nemandi í 10. bekk Breiðholtsskóla. Hann er á sextánda ári og hann er líka félagi í Samfylkingunni. Hann er því einn þeirra sem tekur þátt í formannskjöri flokksins sem nú stendur yfir. Helgi segir að bekkjarbróðir hans, sem sé mjög pólitískur eins og hann sjálfur, hafi komið með lista þar sem fram hafi komið að best væri fyrir Samfylkinguna að koma Ingibjörgu Sólrúnu út. Því hafi hann verið sammála og því hafi hann skrifað sig á listann ásamt mörgum krökkum í bekknum sínum. Hann hafi ekki vitað að hann væri að skrá sig í flokkinn þótt hann sé mjög ánægður með að vera í honum núna. Helgi Steinar fékk því sendan atkvæðaseðil vegna formannskjörsins, hann er búinn að kjósa og nú ætlar hann að senda kjörseðilinn. Hann segir að viðbrögð við inngöngu í flokkinn hafi verið góð í hans bekk. Næstum allir í bekknum hafi skráð sig og þá hafi bekkjarbróðir hans líka farið í aðra bekki með listann. Einn bekkjarfélaganna hafi þó viljað skrá sig úr flokknum um leið og í ljós hafi komið að hann væri skráður í hann. Þó að unglingar eins og Helgi Steinar séu ekki komnir með kosningarétt almennt er þessi framkvæmd í samræmi við lög Samfylkingarinnar. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að félagar í ungum jafnaðarmönnum megi vera það frá 16 til 18 ára og sum félög ungra jafnaðarmanna hafi þær reglur að unglingar megi ganga í félagið á því ári sem þeir verði 16 ára og því sjái hann ekki annað en að þetta sé í samræmi við reglur flokksins. Að sögn Flosa er þetta arfur frá gamalli tíð þegar sjálfræðisaldurinn var 16 ár en þegar hann var hækkaður í 18 ár hafi þessu ekki verið breytt. Hann segir kjörstjórn ekki hafa fengið kvartanir vegna svona mála og hann veit ekki til að verið sé að smala í grunnskólunum. Hann hafi ekki heyrt af því en reiknar með að menn reyni að draga alla þá sem þeir telji að hafi áhuga á Samfylkingunni og framgangi hennar í flokkinn. Samfylkingarfólki hafi fjölgað um sjö þúsund fyrir kosningarnar svo það hafi verið róið á ýmis mið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira